Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
HSV Ganga á Kaldbak

Ganga á Kaldbak

HSV og Ferðafélag Ísfirðinga gengu sunnudaginn 20.júní upp á Kaldbak við Dýrafjörð.  Tilgangi göngunnar fyrir utan þess að njóta náttúrunnar og stunda góða líkamsrækt var að fara upp með póstkassa fyrir verkefni UMFÍ "fjölskyldan á fjallið".  Farið var af stað frá íþróttahúsinu Torfnesi kl 11:00 og ekið yfir í Fossdal í Arnarfirði þar sem ganga hófst.  Veðrið hefði mátt vera betra en örlítill strekkingur var og þokusúld á toppi fjallsins.  Vegna þokunnar var útsýni á toppi þessa hæsta fjalls Vestfjarða ekkert.  Fjórtán manns kláruðu gönguna á toppinn en fjallið er 998 m hátt.  Þrátt fyrir veðrið var fólk hæstánægt með dagsverkið.  Í haust verður farin önnur ferð upp á Kaldbak þegar sækja á póstkassann og verður þá reynt að velja flott og bjart veður.

Fjölskyldan á fjallið er landsverkefni UMFÍ og hluti af verkefninu Göngum um Ísland.  Tilgangur verkefnisins er að fjölskyldur fari saman í fjallgönguferðir og verji því tíma sama um leið og lögð er rækt við útivist og líkamsrækt.  Þau fjöll sem sambandsaðilar UMFÍ hafa lagt til að þátttakendur gangi upp eru flest frekar auðveld uppgöngu en miserfið.  Póstkassa með gestabókum er að finna á rúmlega tuttugu fjöllum víðsvegar um landið.  Eru allir þátttakendur hvattir til að skrifa nafn sitt í gestabækurnar því heppnir göngugarpar verða dregnir úr þeim hópi og þeir veglega verðlaunaðir.  Frekari upplýsingar um fjöllin og gönguleiðirnar er að finna á gagnvirku landakorti á vefnum www.ganga.is .

Innan landssvæðis HSV eru tvö fjöll í leiknum og er hitt fjallið er Sauratindar sem eru upp af Sauradal og Arnadal (sjá á korti www.ganga.is).  Fljótlega verður svo gengið með póstkassann upp á Sauratinda og ef einhverjir hafa áhuga á því að ganga þangað upp eru þau beðin um að vera í sambandi við framkvæmdarstjóra HSV.

 

hsv_logohsv_logo

 
Ganga UFA Þingmannaleið yfir Vaðlaheið

UFA ætlar að hafa göngu Þingmannaleið yfir Vaðlaheiði til Akureyrar þann 29.júní, lagter af stað frá Hróarsstöðum í Fnjóskadal kl 18.
Þetta er 3-4 tíma tiltölulega létt ganga. Gengið er upp með gili sem heitir Systragil, eftir stígum og er leiðin stikuð.
Á leiðinn má meðal annars sjá merkilega steinbrú sem hlaðin var 1871. Gangan endar svo við Eyrarland gegnt Akureyri.
Þessi leið er gömul samgönguleið yfir Vaðlaheiðina.

 

ufa_logoufa_logo

 
Sólstöðuganga

Sólstöðuganga Sólstöðuhátíðar verður farin föstudagskvöldið 18. júní 2010.  Lagt verður af stað frá Núpskötlu kl. 23:30.

Fararstjóri verður Kristbjörg Sigurðardóttir frá Núpskötlu.

Gangan er jafnframt árleg ganga KSNÞ (Kvenfélagasambands Norður Þingeyinga), nú í umsjá Kvenfélagsins Stjörnunnar á Kópaskeri.  Af því tilefni munu kvenfélagskonur bjóða upp á smá hressingu við vitann.

ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR

Ferðafélagið Norðurslóð

 
Gangið með okkur í sumar

Gangið með okkur í sumar

Í sumar mun Ungmenna- og íþróttafélag Hvalfjarðarsveitar halda áfram að hvetja til hollrar hreyfingar og útivistar.

Ráðgert er að bjóða upp á göngur um fjöll sveitarfélagsins nokkra sunnudagsmorgna og munu göngurnar taka um 2-3 tíma fyrir utan síðustu göngurnar.

Skipulagið er sett upp með fyrirvara um gott gönguveður og verða brottfararstaðir og tímasetningar auglýstar síðar.  Við hvetjum alla til að taka frá þessa daga og fylgjast með auglýsingum á vef Hvalfarðarsveitar.

 

 

27.6.2010    Þyrill

4.7.2010     Háihnúkur

25.7.2010    Glymur

15.8.2010    Heiðarhorn

29.8.2010     Leggjarbrjótur

 

Frekari upplýsingar eru inná vefnum www.hvalfjardasveit.is

 
Allir velkomnir á 100 ára afmælishátíð á laugardag

Allir velkomnir á 100 ára afmælishátíð á laugardag

HSK mun halda fjölskylduvæna afmælishátíð á íþróttavallarsvæðinu á Selfossi á laugardag frá 13:00 - 16.00.

Afmælishátíðin er ætluð fyrir alla fjölskylduna þar sem lögð er áhersla á þátttöku barna og unglinga. Gestum býðst m.a. að prufa ýmsar íþróttagreinar sem stundaðar eru innan HSK, s.s., golf, glímu, fimleika og knattþrautir ýmis konar.  Fjölskyldan getur svo keppt saman í nokkrum greinum, s.s. jurtagreiningu, boccia, körfubolta, upplestri og spretthlaupi.

Skarphéðinsmaðurinn Andrés Guðmundsson mun mæta með sína geysivinsælu skólahreystibraut og þar geta allir tekið þátt. Kvennahlaupið  fer fram um allt land þennan dag og hlaupið á Selfossi verður við Byko kl. 13:00.

Ingó, sem er frægasta poppstjarna sunnlendinga um þessar mundir, mun koma fram og einnig Skoppa og Skrítla.

Einnig verður fimleikasýning og taekwondosýning á hátíðinni og Bændaglíma Suðurlands fer fram og þar munu tvö kvennalið keppa.  Boðið upp á veitingar án endurgjalds frá sunnlenskum fyrirtækjum.

Sunnlendingar eru hvattir til að koma á fjölskylduvæna afmælishátíð og fagna 100 ára afmæli þessarra merku íþrótta- og æskulýðssamtaka sem starfa í Árnes- og Rangárvallasýslum.

 

hsk_logohsk_logo

 
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>

Síða 15 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn