Skilaboð
 • EU e-Privacy Directive

  This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

  View e-Privacy Directive Documents

Um Ganga

Göngum um Ísland er landsverkefni UMFÍ. Verkefnið er unnið í samstarfi við ungmennafélög um land allt, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög. Ísland hefur að geyma mikinn fjölda gönguleiða og hafa nú verið valdar útvaldar gönguleiðir í hverju byggðarlagi.
Leiðabók með tæplega 300 gönguleiðum fæst gefins um land allt. Í Leiðabókinni Göngum um Ísland er lögð áhersla á stuttar, stikaðar og aðgengilegar gönguleiðir.

umfi_deildargil_-_umsbumfi_deildargil_-_umsb

Fjölskyldan á fjallið er einn liður í verkefninu. Settir eru upp póstkassar með gestabókum á 20 fjöllum víðsvegar um landið, en öll þessi fjöll eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar.

www.ganga.is Á heimasíðunni ganga.is er að finna upplýsingar um 800 gönguleiðir á Íslandi ásamt áhugaverðum fróðleik fyrir göngu- og útivistarfólk.

Vefurinn ganga.is er samstarfsverkefni Ungmennafélags Íslands, Ferðamálastofu og Landmælinga Íslands. UMFÍ rekur og hefur umsjón með vefnum sem er unninn af Teikn á lofti á Akureyri. Magnús Bergsson, the one and only, hannaði útlit á vefnum.

Verkefnisstjórn Göngum um Ísland:

Eyrún Harpa Hlynsdóttir, HSV/ stjórn/formaður, Steinunn Leifsdóttir, Kári Jónsson HSK, Gísli Sigurðarson UÍA, Elín Birna Guðmundsdóttir UMSK

Verkefnastjóri er Sigurður Guðmundsson, ef einhverjar spurningar vakna sendið á sigurdur(hja)umfi.is.

Auglýsingaöflun annast Gunnar Bender. Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Göngum um Ísland - göngum af stað
Því að...

 • Ganga er auðveld, þægileg og heilnæm líkamsþjálfun
 • við finnum til vellíðunar ef við göngum reglulega
 • þol okkar verður betra
 • beinabyggingin styrkist og liðirnir mýkjast
 • vöðvakraftur í fótunum eykst, jafnvægið batnar
 • örvar blóðrásina í öllum líkamanum; líka í heilanum
 • ganga auðveldar okkur að hafa stjórn á líkamsþyngdinni
 • ganga hentar öllum ungum sem öldnum
 • ganga er fyrir þig.

Nýtum tímann og venjum okkur á að ganga okkur til heilsubótar. Finnið ykkur og fjölskyldunni daglega gönguleið heima fyrir og á ferðalagi um landið.

Út að ganga
Okkur líður vel ef við göngum rösklega á degi hverjum. Það er ekki aðeins þjálfun okkar sem verður betri - beinabyggingin styrkist og liðirnir mýkjast, vöðvakrafturinn í fótunum eykst, jafnvægið batnar og hættan á að detta og fótbrotna minnkar. Flestir hafa tekið eftir því, að gönguferð, jafnvel á hóflegum hraða, örvar blóðrásina í öllum líkamanum; líka í heilanum. Þessi líkamlega áreynsla losar svo kölluð endorfin sem gera það að verkum að við slökum á og finnum til vellíðunar. Daglega gangan jafnar líka fitu- og kolvetnisefnaskiptin og auðveldar okkur að hafa stjórn á líkamsþyngdinni.

Ganga styrkir beinabygginguna
Marghliða, fjölbreytt og reglubundin líkamleg hreyfing er mikilvæg til þess að viðhalda beinabyggingu okkar. Hún þarf álag og viðnám til þess að haldast sterk og fjaðurmögnuð. Allur þrýstingur (þungi), snúningar, teygingar, smáhögg og hnykkir sem beinabyggingin verður fyrir þegar við göngum, endurnýjar og styrkir hana og fyrirbyggir beinþynningu sem er orðin eitt af okkar mestu þjóðarmeinum.

Minnst einn klukkutími á dag
Helst ættum við að ganga samanlagt minnst einn klukkutíma á dag, en ef við göngum eftir mishæðóttu landslagi dugar hálftími. Þennan daglega gönguskammt getum við líka fengið með venjulegri hversdagshreyfingu, svo sem að ganga upp og niður tröppur, moka snjó eða hamast með börnunum.

Gakktu (gangið) svo rösklega að hjartslátturinn aukist, öndunin komist í gang og þér hlýni, þó ekki rösklegar en svo að þú getir talað við göngufélag þinn.


Hvernig á ég að ganga?
Þegar þú ert úti að ganga skaltu halda höfðinu hátt en þó afslöppuðu og hakan á að vera lárétt eða halla örlítið niður að bringunni. Haldið hnakkanum löngum (Teygðu á hálsinum) og efri hluta líkamans örlítið álútum, án þess þó að bera þig illa.

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn