Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
HSÞ gengur á Kollufjall í tengslum við "Fjölskyldan á fjallið

Ferðafélagið Norðurslóð hefur undanfarið tekið að sér fyrir HSÞ að útnefna fjall í verkefnið Fjölskyldan á fjallið, sem UMFÍ stendur fyrir og HSÞ tekur þátt í. Félagið hefur valið Kollufjall við Kópasker "Fjölskyldufjallið" 2013. Búið er að ákveða að fara með gestabókina á fjallið í lok apríl eða 27. apríl.

 

Ferðafélagið Norðurslóð       - Ferðaáætlun 2013

ff Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

20. janúar       Eyjan í Ásbyrgi (einn skór)

Ásbyrgi er ægifagurt á öllum árstímum. Frá Eyjunni er afar fallegt útsýni yfir Ásbyrgi og yfir sandana í norðri. Mæting við tjaldsvæðið í Ásbyrgi kl. 13:00.

 

2. mars            Ganga og aðalfundur á Kópaskeri (einn skór)

Stutt ganga frá Kópaskeri, aðalfundur félagsins haldinn eftir gönguna. Mæting við skólahúsið kl. 15:00, fundurinn hefst kl. 16:00.

 

16. mars          Háubakkar og Grenjanesviti (einn skór)

Gengið frá Þórshöfn með sjónum út Háubakka að Grenjanesvita. Skimað eftir fuglum og öðrum vísbendingum um vorið. Mæting kl. 11:00 við skemmu Vegagerðarinnar nyrst á Þórshöfn.

 

27. apríl          Gestabókarganga á Kollufjall við Kópasker (einn skór)

“Fjölskyldan á fjallið” Lagt upp frá skólahúsinu á Kópaskeri kl 13:00. Farið er af þjóðvegi 85 inn á afleggjara skammt norðan Snartarstaðalækjar, gegnum eitt hlið (eða yfir tröppur) og áfram upp á jarðbakkann og þar farið til vinstri. Gengið eftir slóða á jarðbakkanum með túnið á hægri hönd, gegnum hlið norðan túnsins og áfram eftir slóðanum upp í fjallið, á NV-öxlina. Þá er farið til hægri og stefnt á "tindinn". Athugið að fara þarf yfir rafmagnsgirðingu ofarlega í fjallinu, hún er ekki há og á einum stað eru steinar sitt hvoru megin við hana sem hægt er að stíga á. Gestabókin er í kassa við vörðu á fjallstoppnum.

Af Kollufjalli er gott útsýni yfir Núpasveit, í vestri er Axarfjörðurinn/Öxarfjörðurinn og sést vel til Tjörness og Kinnafjalla. Í góðu skyggni er hægt að sjá allt vestur á Hornstrandir. Í norð-austri og austri eru Leirhafnarfjöll og Hólaheiði.

 

24. maí            Fuglaskoðunarferð við Víkingavatn í Kelduhverfi (einn skór)

Mæting við bæinn Víkingavatn I kl. 20:00. Gengið verður með vatninu að vestan um 3 km leið og til baka aftur og hugað að fuglalífi. Víkingavatn er eitt fuglaauðugasta vatn landsins og flestar tegundir vatnafugla verpa við það. Búast má við að um 35 tegundir sjáist í ferðinnni. Þátttakendur eru beðnir um að hafa með sér sjónauka.

 

18. - 21. júní   Langanes - Fontur (tveir skór)

Ferð um friðsæla byggð sem var og eyðiþorp með mikla sögu, um lífleg fuglabjörg og út á ysta odda Langaness. Gist í þrjár nætur á farfuglaheimili.

1. dagur, þriðjudagur: Gengið frá farfuglaheimilinu Ytra-Lóni um svokallaðan eyðibýlahring og fræðst um sögu bæjanna og byggðarinnar. (14 km.)

2. dagur: Gengið með sjónum frá Sauðanesósi út að Heiðarhöfn, um Heiðarnesið og til baka meðfram Hlíðarvatni. Rekaviður og fallegar fjörur, fullar af lífi. (15 km.)

3. dagur: Ekið upp á Heiðarfjall og ummerki ratsjárstöðvar varnarliðsins skoðaðar. Síðan niður í Hrolllaugsstaði en þaðan er gengið um Kumblavík og Skálabjarg að eyðiþorpinu Skálum (12 km.) Frá Skálum er ekið út á Font, komið við á Skoruvíkurbjargi sem iðar af fugli og litið á súlubyggðina í Stóra-Karli. Ekið til baka að Ytra-Lóni.

4. dagur: Gengið frá Sauðanesi út í Grenjanesvita. Á leiðinni eru ýmis mannvirki og menningarminjar. Komið við í Sauðaneshúsi í lok ferðar. (8 km.)

Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina í síðasta lagi 20. maí. Skráning hjá Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Verð: 39.500 / 44.500

Innifalið: Gisting, 3x kvöldmatur, 3x morgunmatur, akstur, aðgangseyrir og fararstjórn.

 

21. júní           Sólstöðuganga við Öxarfjörð (einn skór)

Lagt er af stað síðla kvölds og gengið inn í bjarta sumarnóttina. Nánar auglýst síðar.

 

29. júní           Miðnæturganga um Rakkanes og Bjargalönd í Krossavík (tveir skór)

Lagt af stað úr Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar og gengið móti rísandi sól út á Rakkanes og suður um Bjargalönd allar götur suður í Krossavík. (19 km.) Spennandi ferðalag um fáfarnar slóðir. Mæting í Sveinungsvík undir miðnætti.

 

21. júlí             Urðarbali í Gunnólfsvíkurfjalli (einn skór)

Gunnólfsvíkurfjall við Bakkaflóa rís þverhnípt úr sjó. Gengið verður úr Gunnólfsvík í Urðarbala sem er fallegur staður sunnan í fjallinu. Í Gunnólfsvík verða skoðaðar menjar um útgerð á fyrri hluta 20. aldar. Stutt og létt ganga, tilvalin fyrir alla fjölskylduna.

Farið frá skemmunni í Gunnólfsvík kl. 13:00.

 

16. – 19. júlí    Öxarfjörður út og suður (tveir skór)

Bækistöðvarferð frá Kópaskeri. Gengið frá fjöru til fjalla, um núpa, gil og gljúfur, út í ósnortið víðerni Melrakkasléttunnar.

1. dagur, þriðjudagur: Brottför frá Farfuglaheimilinu á Kópaskeri kl. 11:00. Gengið út að Snartastaðanúp, um Grímshöfn, Vörsluvík og fleiri víkur, með viðkomu í Kópaskersvita. Yfir Núpinn, ofan í Hvalvík og aftur heim.

2. dagur: Gengið um Klíningsskarð yfir í dularfullan Blikalónsdalinn, um töfrandi Melrakkasléttuna með vötnin mörgu, út að Blikalóni á Sléttu. Hlustað eftir ánni sem rennur neðanjarðar og á heimleiðinni gengið á Rauðanúp. Ekið á Kópasker.

3. dagur: Gengið á Öxarnúp og litið yfir Öxarfjörðinn allan. Gengið í Kleifargerði og fræðst um kumlið sem fannst þar í grenndinni. Síðan yfir Svelting í Buðlungahöfn og litið á Naustárfoss.

4. dagur: Gengið upp með Jökulsá að austan, að Gloppu og Valagilsá. Ofan í gljúfrin og upp úr þeim aftur. Fáfarnar slóðir í ævintýralegu umhverfi Jökulsárgljúfra.

Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina í síðasta lagi 14. júní. Skráning hjá Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Verð: 27.000 / 30.000.  Innifalið: Gisting, akstur, fararstjórn.

 

17. ágúst         Sléttugangan (tveir skór)

Gengið frá Raufarhöfn í Blikalónsdal og síðan norður eftir dalnum út í Blikalón. Þetta er um 27 km ganga, fjölbreytt og skemmtileg gönguleið. Farið verður frá Hótel Norðurljósum kl. 9:00.

 

7. september  Steintún og Digranesviti við Bakkaflóa (einn skór)

Steintún í Bakkafirði er með fallegri bæjarstæðum á landinu. Þaðan er stutt að Digranesvita sem stendur á ævintýralegum stað. Lagt upp frá skólanum á Bakkafirði kl. 13:00.

 

19. október    Ganga í nágrenni Raufarhafnar (einn skór)

Gangan er í tengslum við menningarhátíð á Raufarhöfn. Nánar auglýst síðar.

 
Viðurkenningar veittar fyrir þátttöku í almenningsíþróttaverkefni UMFÍ

Góð þátttaka var í almenningsíþróttaverkefnum UMFÍ sl. sumar og nýttu sér um leið skráningarkerfið á ganga.is til að halda utan um um hreyfingu sína í Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga. Á annað tug þúsunda einstaklinga skráðu nöfn sín í gestabækur í verkefninu Fjölskyldan á fjallið.
Fjallgöngur eru mjög vinsælar á meðal  útivistarfólks og eru dæmi um einstaklinga sem hafa gengið á yfir hundrað fjöll og fjölmargir sem gengið hafa á um 30-40 fjöll. Æ fleiri nýta sér efni sem væri að finna á www.ganga.is  en þar er greint frá fjölmörgum gönguleiðum um allt land. Einnig má finna þar fróðleik um ýmislegt sem þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað í gönguferð.
Markmiðið fyrst og fremst er að fá einstaklinga og fjölskyldur í létta fjallagönguferðir og stuðla þannig um leið að aukinni samveru, útivist og um leið að góðri líkamsrækt.
Á dögunum  fengu þeir einstaklingar viðurkenningar sem voru hvað duglegastir að hreyfa sig. Þeir sem tóku þátt í verkefninu Hættu að hanga!Komdu að hjóla, synda eða ganga fengu veglega gjafir frá Fjallakofanum og Zo-on. Þeir sem voru dregnir út í verkefninu Fjölskyldan og fjallið fengu bók að gjöf.
Verðlaunahafar í almenningsverkefnum UMFÍ voru eftirtaldir:
Einstaklingar sem gengu á flest fjöll voru Birna Steingrímsdóttir, 114 fjöll, Ástríður Helga Sigurðardóttir, 57 fjöll, og Guðbjartur Guðbjartsson sem gekk á 53 fjöll.
Þá voru dregnir út einstaklingar fyrir að hafa hreyft sig í 30, 60, 80, og 103 daga. Þeir voru Sigurður Hauksson eftir 30 daga. Eftir 60 daga var það Þóra Jónsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir eftir 80 daga og Ástríður Helga Sigurðardóttir eftir 103 daga.
Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið fengu viðurkenningu Axel Bjarkar Sigurjónsson, HSK –Skarðsmýrarfjall, Magnús Valgeir Gíslason,

                                                                                                                        

                                                                       

                                                                                                      

                                                                                                       

 
Gengið á Eyjuna í Ásbyrgi á sunnudaginn

Gengið á Eyjuna í Ásbyrgi á sunnudaginn


Fyrsta ganga Ferðafélagsins Norðurslóðar á árinu verður farin næsta sunnudag, þann 20. janúar. Þá verður gengið á Eyjuna í Ásbyrgi. Eins og allir vita er Ásbyrgi ægifagurt á öllum árstímum og frá Eyjunni er afar fallegt útsýni yfir Ásbyrgi og yfir sandana í norðri.
Allir eru velkomnir og þátttökugjald er ekkert.
Klæðum okkur eftir veðri og sameinumst í bíla. Mæting við tjaldsvæðið í Ásbyrgi kl. 13:00.


 
Myndir úr Keilisgöngu Keflavíkur

Keflavík íþrótta- og ungmennafélag stóð fyrir Keilisgöngu sl.laugardag. Það var flottur hópur sem mættur var við íþróttahúsið við Sunnubraut og lagði af stað á Keili.  Ferðin var farin til að sækja gestabókina sem verður síðan skilað inn til UMFÍ. Myndir frá Keilisgöngunni má sjá hér að neðan.

http://www.keflavik.is/adalstjorn/myndasafn/?gid=906

 
Gengið og glaðst á Grænafelli
Farið var á Grænafell í tilefni af degi íslenskrar náttúru í gær 16. september. Gangan sem var samvinnuverkefni UÍA, Fjarðarbyggðar, Fljótsdalshrepps og Náttúrustofu Austurlands, tókst í alla staði vel.

 

Veður var þokkalega skaplegt og héldu 16 göngugarpar á toppinn undir styrkri leiðsögn Þórodds Helgasonar og Skarphéðins Þórissonar sem reyttu af sér fróðleik um flest sem fyrir augu bar göngufólki til gagns og gleði. Þökkum við göngufólki og samstarfsaðilum kærlega fyrir skemmtilega og fróðlega göngu.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 2 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn