Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
Gríðarlega góð þátttaka í verkefninu Fjölskyldan á fjallið

Gríðarlega góð þátttaka í verkefninu Fjölskyldan á fjallið


Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið rituðu um 15 þúsund manns nöfn sín í gestabækur sem voru á 24 fjöllum í sumar. Flest þessara fjalla eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar.
Göngugarpar voru hvattir til að skrifa nöfn sín í gestabækurnar á fjöllum. Á hverju hausti er síðan dregið úr hópi þátttakenda og hljóta hinir heppnu sérstök verðlaun. Í ár voru fimm nöfn dregin út og hljóta þeir verðlaun frá UMFÍ.

Verðlaunahafar fyrir Fjölskyldan á fjallið voru Ragnhildur Sara Arnarsdóttir gekk á Úlfarsfell fjall UMSK , Ingunn Lilja Arnórsdóttir gekk á Miðfell fjall HSK, Guðjón Halldórsson gekk á Þyril fjall UMSB, Helga Gísladóttir gekk á Geirseyramúla fjall HHF og Aldís Þyrí Pálsdóttir gekk á  Þingmannaveg yfir Vaðlaheiði fjall UFA.

Verkefnið heldur áfram á næsta sumar og verður nánar auglýst þegar nær dregur. Ungmennafélag Íslands þakkar öllum sem tóku þátt í verkefninu og vonast til að sjá sem flesta taka þátt í verkefnum UMFÍ á næsta ári.

 

tn_DSC03828tn_DSC03828

 

Mynd: frá heimsókn í leikskólann Undraland þar sem Ingunn Lilja Arnórsdóttir var verðlaunuð en hún var dregin úr pottinum fyrir að ganga á Miðfell.

 

 
Tveir skólar sem tóku þátt í Grunnskólagöngu UMFÍ voru verðlaunaðir í vikunni

Þriðjudaginn 14. desember tóku nemendur Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borgarfjarðar við verðlaunum fyrir þátttöku í Grunnskólagöngu UMFÍ. Eftir að þau höfðu fengið sínar viðurkenningar var ein þeirra leiða sem nemendur höfðu kortlagt gengin.  

Miðvikudaginn 15. desember var grunnskólinn Laugalandsskóli í Holtum verðlaunaður. Þar var það 6. bekkur skólans sem útbjó gönguleið í nágreni síns skóla.

Grunnskólagangan er verkefnið í tengslum við átakið Hættu að hanga! Komdu út að hjóla, synda eða ganga sem var í sumar.

Markmið Grunnskólagöngu UMFÍ er að vekja grunnskólabörn til umhugsunar um þær gönguleiðir sem eru í nágrenni síns skóla sem og í sveitarfélaginu. Hægt er að nálgast upplýsingar um gönguleiðir í sveitarfélaginu á vefnum ganga.is undir reitnum ,,göngukort“. Nemendurnir vinna verkefni sem felst í því að nemendur vinni í hópum að því að finna nýjar gönguleiðir, sem ekki er að finna á vefnum ganga.is, í nágrenni skólans eða í viðkomandi sveitarfélagi. Nemendurnir taka myndir af leiðinni, tímamæla hana og gera stutta lýsingu á henni. Þegar hópurinn hefur lokið verkefninu senda þeir upplýsingarnar ásamt mynd af hópnum sem vann að verkefninu á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . UMFÍ mun senda skólunum skilti sem setja á niður við skólann að auki fær hver hópur viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Allar þær gönguleiðir sem nemendur skila inn til UMFÍ verða settar inn á vefinn ganga.is undir nafni viðkomandi skóla.

Hægt er að útfæra verkefnið þannig að margir kennarar koma að því. Stærðfræðikennarinn getur séð um að láta krakkana mæla leiðina sem og leist önnur verkefni, Íslensku kennarinn getur séð um frásögn á gönguleiðinni svo  getur íþróttakennarinn notað leiðina sem lið í sinni kennslu svo dæmi séu tekin. 

 

tn_DSC03826tn_DSC03826

 

tn_DSC03833tn_DSC03833

 

Efri myndin er frá Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar neðri myndin er frá Laugalandsskóla í Holtum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Nemendum í 7. bekk Vatnsendaskóla veitt viðurkenning í Grunnskólagöngu UMFÍ

Fimmtudaginn 9. desember var nemendum í 7. bekk Vatnsendaskóla veittar viðurkenningar fyrir þátttöku og dugnað í verkefninu Grunnskólaganga UMFÍ.

Verkefnið er í tengslum við átakið Hættu að hanga! Komdu út að hjóla, synda eða ganga.

Vatnsendaskóli var einn af þremur skólum í landinu sem kláraði verkefnið að öllu leyti og því fengu allir krakkarnir í 7. bekk viðurkenningarspjöld auk þess sem skólinn fékk sögu UMFÍ, Vormenn Íslands að gjöf.

Af þessu tilefni má geta þess að í haust var gerð könnun í öllum grunnskólum Kópavogs á ferðavenjum nemenda á leið í skólann á morgnanna. Í ljós kom að engin börn í Kópavogi eru eins dugleg að ganga í skólann eins og nemendur Vatnsendaskóla.

 

DSC05134DSC05134

 

DSC05140DSC05140

 

Myndir: Nemendur 7. bekkjar Vatnsendaskóla við afhendingu viðurkenningar fyrir þátttöku í Grunnskólahlaupi UMFÍ. Neðri mynd Guðrún Soffía Jónasdóttir, skólastjóri, tekur á móti viðurkenningum úr hendi Sigurðar Guðmundssonar landsfulltrúa UMFÍ.

 
Viðurkenningar fyrir þátttöku í almenningsíþróttum hjá UMFÍ

Mynd: Þátttakendur sem fengu viðurkenningar í almenningsíþróttum hjá UMFÍ við athöfnina sem fram fór í þjónustumiðstöð UMFÍ.Mynd: Þátttakendur sem fengu viðurkenningar í almenningsíþróttum hjá UMFÍ við athöfnina sem fram fór í þjónustumiðstöð UMFÍ.Gríðarlega góð þátttaka var í almenningsíþróttaverkefnum UMFÍ í sumar. Verðlaunaafhending fór fram í þjónustumiðstöð Ungmennafélags Íslands um helgins þar sem verðlaunaðir voru þátttakendur í verkefninu Hættu að hanga!Komdu að hjóla, synda eða ganga og Fjölskyldan á fjallið.


Einstaklingar sem dregnir voru út fyrir að hafa hreyft sig 30 daga, 60 daga og 80 daga fengu viðurkenningar. Einn einstaklingur var dreginn út sem hafði hreyft sig í 103 daga. Einnig fengu hópar sem hreyfðu sig í flesta daga og gengu á flest fjöll viðurkenningar.


Þeir einstaklingar sem gengu á flest fjöll voru Birna Steingrímsdóttir, 62 fjöll, Elínborg Kristinsdóttir, 58 fjöll og Sigríður Bára Einarsdóttir 55 fjöll.
Aldís Anna Tryggvadóttir og Katrín Guðrún Pálsdóttir fengu viðurkenningu fyrir að hafa hreyft sig í 30 daga. Ingibjörg Eggertsdóttir og Anna Filbert fyrir 60 daga og Kristjana Sigmundsdóttir og Heiða Rúnarsdóttir fyrir 80 daga. Rósa Jónsdóttir fékk viðurkenningu fyrir 103 daga.


Hópar sem hreyfðu sig mest voru Hólabrekkuskóli í 505 daga, Maritech í 270 daga og Garpar í 260 daga.
Hópar sem gengu á flest fjöll voru Maritech og Garparnir sem gengu á 20 fjöll og Gréturnar sem gengu á 19 fjöll.


Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið rituðu um 15 þúsund manns nöfn sín í gestabækur sem voru á 24 fjöllum. Flest þessara fjalla eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar.


Göngugarpar voru hvattir til að skrifa nöfn sín í gestabækurnar á fjöllum. Á hverju hausti er síðan dregið úr hópi þátttakenda og hljóta hinir heppnu sérstök verðlaun. Í ár voru fimm nöfn dregin út og hljóta þeir verðlaun frá UMFÍ.

Verðlaunahafar fyrir Fjölskyldan á fjallið voru Ragnhildur Sara Arnarsdóttir, Ingunn Lilja Arnórsdóttir, Guðjón Halldórsson, Helga Gísladóttir og Aldís Þyrí Pálsdóttir.


Verkefnið heldur áfram á næsta sumar og verður nánar auglýst þegar nær dregur. Gestabækur verða áfram á fjöllum og ef til bætast við fleiri fjöll við þau sem fyrir voru. Ungmennafélag Íslands þakkar öllum sem tóku þátt í verkefninu og vonast til að sjá sem flesta taka þátt í verkefnum UMFÍ á næsta ári.


 
Gestabækur úr verkefninu Fjölskyldan á fjallið að skila sér inn

Mynd: Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV, kom með gestabækur inn í Þjónustumiðstöð UMFÍ í dag.Mynd: Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV, kom með gestabækur inn í Þjónustumiðstöð UMFÍ í dag.Mjög góð þátttaka virðist hafa verið í verkefninu Fjölskyldan á fjallið sumar en þessa dagana eru gestabækur skilar að sér inn frá sambandsaðilum.

 

Að sögn Sigurðar Guðmundssonar, landsfulltrúa UMFÍ, virðist þátttakan meiri nú en undanfarin ár en verið er að vinna úr þátttökunni og taka hana saman. Sem dæmi um góða þátttöku má nefna að það gengu um 1500 manns á fjallið Þorbjörn í nágrenni við Grindavík.

 

Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri Héraðssambands Vesfirðinga, HSV, kom við á Þjónustumiðstöð UMFÍ í Sigtúni í dag og skilaði inn gestabókum. Fjöllin Kaldbakur og Saurtindar voru í verkefninu hjá HSV í sumar.

 

Um miðjan nóvember verður síðan heppinn þátttakandi dreginn út og heiðraður fyrir með sérstakri viðurkenningu.


 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 10 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn