Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
AF STAÐ á Reykjanesið

 prestprest

 

AF STAÐ á Reykjanesið ferðir í maí 2011  Síðastliðin fimm sumur hefur sjf menningarmiðlun boðið upp á  gönguverkefnið AF STAÐ Á REYKJANESIÐ, menningar- og sögutengdar  gönguferðir með leiðsögn um hluta af gömlu þjóðleiðunum á  Reykjanesskaganum. Ferðirnar hafa verið vel sóttar og áhugi fólks  mikill á að kynnast náttúru og sögu Reykjanesskagans. Fyrstu  ferðir sumarsins verða á sunnudögum frá 1.maí til 29. maí 2011 og  byrja allar kl. 13:00.

  Ferðir: dagsetn: þjóðleið: upphafsstaður: áfangastaður: km

  1. ferð: 1. maí, ALFARALEIÐ. Straumur, Þorbjarnastaðir -  Óttarsstaðaborg. 7 km  (Mæting er við Straum vestan við álverið í Hafnarfirði).

 

  2. ferð: 8. maí, KETILSSTÍGUR. Seltún í Krýsuvík, - Arnarvatn -  Folaldadalir. 7 km  (Mæting er við Seltún í Krýsuvík. Ekið er um Krýsuvíkurveg að  þjónustuhúsunum við Seltún).

 

  3. ferð: 15. maí, PRESTASTÍGUR, Hafnavegur, við Kalmannstjörn, -  Langhóll -  Haugsvörðugjá - gjá milli heimsálfa. 7 km  (Mæting er á bílastæði ofan við fiskeldið miðja vegu milli  Hafna og Reykjanessvita. Ekið er um Hafnaveg).

 

  4. ferð: 22. maí, SKIPSSTÍGUR. Bláa lónið, bílastæði, -  Sjónarhóll - Rauðimelur. 12 km  (Mæting er á bílastæðinu við Bláa lónið við skiltin þar sem  rúturnar stoppa).

 

  5. ferð: 29. maí, ALMENNINGSVEGUR. Kálfatjörn, - Arnarhóll -  Árnavarða. 7 km.

 (Mæting er við Kálfatjarnarkirkju). Ekið er um

 Vatnsleysustrandarveg.)

 

 Ferðirnar taka yfirleitt um 3-4 tíma með fræðslustoppum.

Gengið er að mestu í flatlendi og hrauni. Gott er að vera með nesti  og í góðum skóm. Allir eru á eigin ábyrgð í ferðum. Göngufólk  fær stimpil fyrir hverja ferð á þátttökuseðil. Eftir 3 -5  gönguferðir er hægt að skila seðli og vera með í potti sem  dregið verður úr í síðustu göngunni. Þrír útivistarvinningar  eru í boði. Mæting í ferð er við upphafsstað göngu.

 Þátttökugjald í ferð er kr. 1.000. Frítt fyrir börn. Nánari  upplýsingar um ferðir eða breytingar á ferðum verða á  www.sjfmenningarmidlun.is [1]

 Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa staðið fyrir því að láta gefa  út nýtt göngukort með gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaga auk  göngubæklinga um; Garðstíg, Sandgerðisveg, Árnastíg og Skipstíg.

Í sumar stendur jafnframt til að merkja sérstaklega upphafsstaði  gönguleiða.Styrktar- og þátttökuaðilar gönguverkefnisins AF STAÐ á

 Reykjanesið: Ferðamálasamtök Suðurnesja, Markaðsstofa Suðurnesja,  FERLIR og sjf menningarmiðlun.

Frekari upplýsingar um ferðirnar er að finna hjá Sigrún Jónsd. Franklín, menningarmiðlari, leiðsögumaður og  kennari, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , gsm 6918828, facebook: sjf menningarmiðlun.

 
Grænn Apríl

Grænn Apríl


Íslenskir Fjallaleiðsögumenn taka þátt í Grænum apríl 2011. Grænn Apríl er umhverfisátak þar sem lögð er áhersla á að kynna þekkingu, vöru og þjónustu sem telst vera græn og umhverfisvæn. Árið 2009 fékk fyrirtækið umhverfisverðlaun Ferðamálastofu Íslands fyrir markvissa umhverfisstefnu með það að leiðarljósi að öll ferðamennska á vegum fyrirtækisins sé sjálfbær. Því má með sanni segja að mikil umhverfisvitund ríki í hugum starfsmanna Íslenskra Fjallaleiðsögumanna. Þessa dagana er unnið hörðum höndum að því að fá umhverfisvottunina Vakinn sem er sérstaklega ætluð fyrirtækjum í ferðaþjónustu.

Í tilefni Þátttöku Íslenskra Fjallaleiðsögumanna í Grænum apríl 2011 höfum við ákveðið að bjóða uppá þrjár mismunandi ferðir; Jöklagöngu frá Sólheimajökli með áherslu á fræðslu um bráðnun jökla, Gönguferð um Hengilssvæðið með hugsanlegu hverabaði ef veður leyfir og síðast en ekki síst fjallgöngu á Eyjafjallajökul.
Hvað Jöklagöngu og Hengilssvæðið varðar eru ferðirnar á sérstöku tilboðsverði á völdum dagsetningum og börn yngri en 15 ára, fá frítt í fylgd með fullorðnum  (að hámarki 2 börn á hvern fullorðin einstakling).

 
UÍA og UMSB kjósa um sín fjöll

 

umfi_deildargil_-_umsbumfi_deildargil_-_umsb

Á 61. Sambandsþingi UÍA var leitað eftir tillögum þinggesta að fjalli UÍA í hinu árlega gönguverkefni UMFÍ  Fjölskyldan á fjallið.

 

Voru þinggesti beðnir að skrifa tillögur sínar á blað og stinga í víðförulan gönguskó sem hafið verið komið fyrir á, fallegum austfirskum, jaspissteini á þingstað. Grænafell á Reyðarfirði hlaut flestar tilnefningar og verður því fjall UÍA í verkefninu á komandi sumri. Fellið á ríkan þátt í sögu UMF Vals á Reyðarfirði og er gönguleiðin á það stikuð og þægileg.

 

UMSB var einnig með kosningu á sínu þingi.

Á þinginu fór fram kosning um fjall í verkefninu Fjölskyldan á fjallið í sumar. Kosið var um Strút, Brekkufjall og Búrfell í Hálsasveit. Fyrir valinu varð Strútur.

 

 
Fjöll HSÞ í Fjölskyldan á fjallið

 

HSÞ - héraðssamband Þingeyinga hefur tilnefnt tvö fjöll sem koma til með að vera fjöll HSÞ í verkefninu Fjölskyldan á fjallið sem er landsverkefni UMFÍ. Þau fjöll sem gengið verður uppá eru Skollahnjúkur í Aðaldal og Sandfell í Öxarfirði. Gengið verður upp á Skollahnjúk 1. júní og Sandfell 13. júní. Þessar göngur verða auglýstar nánar þegar nær dregur. 

 Ferðafélagið Norðurslóð hefur gert dagskrá yfir sínar göngur í sumar en hana má sjá hér að neðan. Ferðafélagið Norðurslóð hefur séð um að skipurleggja göngu á eitt fjall fyrir HSÞ og verður það Sandfell í ár. 

  

Ferðafélagið Norðurslóð       - Ferðaáætlun 2011

 www.simnet.is/ffnordurslod                      ff Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 29. janúar       Rauðanesganga (einn skór)

Á Rauðanesi í Þistilfirði má sjá ótal fallegar bergmyndanir, hella, gatakletta og fuglabjörg. Auðfarin gönguleið, um 7 km. Lagt upp frá upplýsingaskilti kl. 13:00.

 26. febrúar     Rif á Melrakkasléttu (einn skór)

 Rölt út á sjálfan Rifstangann og litast um heima á Rifi. Mæting við afleggjarann að Rifi kl. 13:00. 

 26. mars          Ásbyrgi (einn skór)

 Ásbyrgi er ægifagurt á öllum árstímum. Mæting við Gljúfrastofu kl. 13:00

 30. apríl          Fuglaskoðunarferð á Langanesi (einn skór)

 Fuglabjörgin iða af lífi og loftið ómar af söng. Mæting að Farfuglaheimilinu Ytra-Lóni kl. 13:00.

 4. júní             Melrakkaslétta, núpar og tangar - Ferðafélag Akureyrar

 13. júní           Gestabókarganga á Sandfell í Öxarfirði (tveir skór)

 Lagt er upp frá gamla Öxarfjarðarheiðarveginum skammt fyrir ofan Sandfellshaga . Gengið að fjallinu og farið upp skálina sem er vestan í fjallinu, að vörðu sem er skammt frá brúninni en þar er gestabókarkassinn staðsettur. Mæting kl 13:00.

 20. - 23. júní   Langanes - Fontur (tveir skór)

 Ganga um friðsæla byggð sem var og eyðiþorp með mikla sögu, um lífleg fuglabjörg og út á ysta odda Langaness. Gist er eina nótt á farfuglaheimili en tvær nætur í tjaldi. Farangur fluttur milli gististaða, aðeins gengið með dagspoka. Ekki þarf að vaða ár.

 1. dagur, mánudagur: Gengið frá farfuglaheimilinu Ytra-Lóni um svokallaðan eyðibýlahring og fræðst um sögu bæjanna og byggðarinnar. Kvöldverður og gisting á Ytra-Lóni. 14 km.

 2. dagur: Fólki ekið upp á Heiðarfjall og ummerki ratsjárstöðvar varnarliðsins skoðaðar. Gengið þaðan með ströndinni um Hrolllaugsstaði og Skálabjarg að Skálum þar sem tjaldað er til tveggja nátta. 13 km.

 3. dagur: Gengið frá Skálum út á Font, þaðan á norðanverðu nesinu í Skoruvík og aftur að Skálum. Slétt og gott gönguland. 24 km.

 4. dagur: Frá Skálum er gengið þvert norður yfir nesið, út á Skoruvíkurbjarg sem iðar af fugli og litið á súlubyggðina í Stóra-Karli. Frá Stóra-Karli er ekið til baka að Ytra-Lóni.

 Þátttakendur leggja sjálfir til tjöld og tilheyrandi búnað en á Skálum verður eldhústjald og eldunaraðstaða.

 Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina í síðasta lagi 6. júní. Skráning hjá Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .  Verð: 45.000 / 49.000

 Innifalið er gisting og matur á Ytra-Lóni, trúss og fararstjórn.

 24. júní           Sólstöðuganga á Öxarnúp í Öxarfirði (einn skór)

 Lagt er af stað síðla kvölds og gengið inn í bjarta sumarnóttina. Brottför auglýst síðar.

 15. júlí             Gunnólfsvíkurfjall í Bakkafirði (tveir skór)

 Gunnólfsvíkurfjall er 719 m hátt, rís þverhnípt úr sjó og af því er stórkostlegt útsýni. Farið frá afleggjaranum kl. 16:00.

 13. ágúst         Sléttugangan (tveir skór)

Gengið er frá Raufarhöfn yfir Melrakkasléttu og komið niður í nágrenni Kópaskers. Þetta er um 30 km ganga, falleg og góð gönguleið. Farið frá Hótel Norðurljósum kl. 9:00.

3. september  Jökulsárgljúfur að austan (einn skór)

Gengið frá Vestaralandi í Öxarfirði upp með Jökulsá, að Gloppu. Fáfarnar slóðir í ævintýralegu umhverfi Jökulsárgljúfra. Mæting við Vestaraland kl. 13:00.

Október          Ganga í nágrenni Raufarhafnar (einn skór)

Gangan er í tengslum við menningarhátíð á Raufarhöfn.

 

 

 

 

 

 

 
Skokk- og göngudagar fram undan hjá Hamri
Skokk- og gönguhópur Íþróttafélagsins Hamars í Hvaragerði hefur sett stefnuna á skokk- og göngudaga í byrjun hvers mánaðar næstu sex mánuðina.

 

Ætlunin er að allir geti tekið þátt án kostnaðar og þeir sem vilja hlaupa hluta leiða geti það en samt í samfloti við göngugarpa! Göngustjóri hópsins verður Sverrir Geir Ingibjartsson. Upphaf allra ferða verður við Sundlaugina Laugarskarði kl. 10.00 þar sem sameinast verður í bíla og ekið að áfangastað hverju sinni.

 

Stefnt er á að byrja á Skálafelli laugardaginn 5. febrúar kl.10.00. Hugmyndin er að skokkararnir byrji við Hellisheiðarveginn (þjóðveg 1) og skokki eftir vegi Orkuveitunar að Hverahlíðinni meðan aðrir keyra að Hverahlíðinni og hefja gönguna þar.  Frá Hverahlíðinni liggur leiðin yfir slétt mosavaxið hraun að Skálafellinu en þar tekur við um 250m hækkun upp á Skálafellið. Vegalengdin (fram og til baka) er 5-8 km eftir því hvort byrjað verður við Hellisheiðarveginn eða Hverahlíðina.

 

Farið verður á Ingólfsfjall 5. mars, frá Alviðru og uppá Inghól og þaðan geta þeir sem vilja fara langt haldið niður að Sogni og áfram í Hveragerði, meðan hinir sem vilja hafa þetta innan eðlilegra marka fara sömu leið til baka að Alviðru.

 

Hugsanleg fjöll í framhaldi eru Vífilsfell, Búrfell í Grímsnesi, Reykjafjall, Hengillinn (Vörðu-Skeggi) og Tröllhetta en það verður auglýst nánar þegar nær dregur.

 

Mæting verður í öllum tilfellum,eins og fyrr segir, við Laugarskarð og lagt af stað kl 10:00.  Þar sem nú er vetur getur veður og færð sett strik í reikninginn og því getur röð fjallana breyst.

193x269_skalafell_a_hellisheidi193x269_skalafell_a_hellisheidi

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 9 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn