Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
Gengið á Bjarnafell á morgun 31. maí

images-stories-mod_aidanews_thumbs-Pstkassi-233x340images-stories-mod_aidanews_thumbs-Pstkassi-233x340 

Gengið á Bjarnafell 31. maí

HSK mun standa fyrir fjölskyldugöngu á Bjarnafell í Ölfusi þriðjudaginn 31. maí nk. og hefst gangan kl. 19:00.  Göngustjóri verður Bergur Guðmundsson ritari HSK.

Bjarnafell í Ölfusi er 380 m yfir sjó og er frekar létt uppgöngu sem tekur um tvær klukkustundir.

Til að komast að Bjarnafelli er ekið eftir þjóðvegi 1 milli Hveragerðis og Selfoss og  beygt upp Hvammsveg nr. 374.  Stoppað við garðyrkjubýlið Nátthaga eða farið að sumarhúsabyggð sem er merkt Gljúfurbyggð. Þar er bílum lagt og gengið upp með Æðargili upp á Bjarnafell. Byrjunarhæð er í um 80m yfir sjó og lengd göngunnar er um 6 km.  

Af Bjarnafelli sést vel yfir Ölfusið allt frá Þorlákshöfn og austur eftir hluta flóans. Einnig sést vel yfir neðri hluta Grafnings og yfir í Grímsnesið ásamt mikilli fjallasýn til norðurs og vesturs.

Gíslholtsfjall í Holtum er hitt fjallið sem HSK tilnefni í verkefnið fjölskyldan á fjallið í ár. 

 
HSK ganga á Gíslholtsfjall

 

tn_P1010013tn_P1010013

 

HSK ganga í síðustu viku:

Gíslholtsfjall er gott að kynna

HSK stóð fyrir fjölskyldugöngu á Gíslholtsfjall í Holtum  sl. fimmtudag og mættu 14 manns í gönguna.  Nokkuð hvasst var í veðri, en göngugarparnir létu það ekki á sig fá og fór Sverrir Kristinsson  bóndi í Gísholti fyrir hópnum. 

Farið var með póstkassa og var honum komið upp á fjallinu og er fólk hvatt til að skrifa nafn og símanúmer í bókina.

Meðal göngugarpa var Guðni Guðmundsson á Þverlæk og hann setti þessa vísu í gestabókina:

Gíslholtsfjall er gott að kynna.

Gerast hefði átt fyrir löngu.

Sverri bónda fínt að finna

og fræðast af á léttri göngu.

 
Gengið á Gíslholtsfjall í næstu viku (HSK)

Verkefnið fjölskyldan á fjallið haldið i 10. sinn:

Gengið á Gíslholtsfjall í næstu viku

HSK mun taka þátt í verkefninu fjölskyldan á fjallið líkt og undanfarin ár en verkefnið er nú haldið í 10. sinn.  HSK hefur alltaf tilnefnt tvö fjöll og eru fjöllin því orðin 20 að tölu. Gíslholtsfjall í Holtum og Bjarnafell í Ölfusi urðu fyrir valinu í ár. 

HSK mun standa fyrir fjölskyldugöngu á Gíslholtsfjall fimmtudaginn 19. maí nk. og hefst gangan kl. 19:00.  Göngustjóri verður Sverrir Kristinsson bóndi í Gíslholti.

Gísholtsfjall er grasi gróið fjall sem er 168 m.y.s. og er auðvelt uppgöngu.  Lagt verður af stað á fjallið skammt frá bæjarhlaðinu í Gíslholti, en bærinn stendur við fjallið. Best er að leggja bílnum innan túngirðingar, vegna hættu á lakkskemmdum (hross). Lausaganga hunda er bönnuð á svæðinu.

Til að komast að Gíslholtsfjalli er farið upp Landveg nr. 26 frá Landvegamótum og svo inn á Hagaveg  nr. 286, rétt áður en komið er að Laugalandi. Svo er beygt inn á Heiðarveg nr. 284 við Gísholtsvatn. Einnig er hægt að fara inn á Heiðarveg nr. 284   af þjóðvegi 1, rétt  austan við Þjórsárbrú. Þaðan eru 9 km að Gíslholti.  Gott útsýni er af fjallinu og sést vel til austurfjalla, láglendi Suðurlands og um uppsveitir.

HSK gangan á Bjarnafell verður síðan þriðjudaginn 31. maí nk. kl. 19:00 og verður nánar greint frá þeirri göngu hér í Sunnlenska þegar nær dregur

 

 

 
ÍT ferðum bjóða uppá magnaða gönguferð til Póllands í Ágúst!!

Enn ein ferðin úr smiðju Hjördísar Hilmarsdóttur.  Endurtökum leikinn. Gengið meðal annars í Babia Gora þjóðagarðinum og í Tatrafjallanna.
Flogið til Kraká. Gengið í Babia Gora þjóðgarðinum, sem er í útjaðri Karpatafjallanna. Síðan gengið í Tatra fjöllunum. Farið á hæsta tind Póllands , Rysy (2499 m). Að lokum er gengið í Pieneny fjöllunum, sem eru kalksteinsfjöll með skarðinu Dunajec Gorge sem er á heimsmynjaskrá Unesco. Einnig skoðum við hinar einstöku saltnámur í Wieliczka.

 Frekari upplýsingar á www.itferdir.is

 
Pílagrímsgöngur milli kirkna í Borgarfirði

 

Flottur_hpur__gnguFlottur_hpur__gngu

 

Sunnudaginn 13. mars hófust pílagrímsgöngur á milli kirkna í Borgarfirði. Er þetta samstarfsverkefni sóknarprestanna í Hvanneyrar-, Reykholts- og Stafholtsprestakalli. 

 Góð þátttaka hefur varið í göngurana sem hófust 13. mars með göngu á milli Stafholtskirkju og Hjarðarholtskirkju. Næsta ganga er á milli Gilsbakkakirkju og Stóru Áskirkju 21. apríl.

Allar pílagrímsgöngur hefjast kl. 10. Þess má að lokum geta að sóknarprestarnir í Borgarfirði verða síðan með sameiginlegt helgihald í Reykholtskirkju kl. 23.30 laugardaginn 23. apríl til undirbúnings páskum.

 

Dagskrá pílagrímsgangnanna er svona vorið 2011  

 13. mars kl. 10 Stafholtskirkja - Hjarðarholtskirkja       

 20. mars kl. 10 Hjarðarholtskirkja - Norðtungukirkja       

 27. mars kl. 10 Norðtungukirkja - Síðumúlakirkja

 17. apríl kl. 10 Síðumúlakirkja - Gilsbakkakirkja

 21. apríl kl. 10 Gilsbakkakirkja - Stóra-Ásskirkja

 23. apríl kl. 10 Stóra-Ásskirkja - Reykholtskirkja

Í sumar verður síðan haldið áfram frá Reykholti og ferðinni þá heitið að Bæjarkirkju, Lundarkirkju og Fitjakirkju til Þingvalla þar sem hópurinn úr Borgarfirði mun sameinumst pílagrímsgöngu sem heldur af stað frá Þingvallakirkju 16. júlí.

Fyrirhugað er að ferðin endi í Skálholtsdómkirkju 17. júlí á Skálholtshátíð, en þá mun verða vígður nýr vígslubiskup til Skálholtsstaðar.

  Frekari upplýsingar er að finna á www.pilagrimar.is

 

 

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 8 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn