Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
Gönguferð - Fjarðarhornsgata og Kirkjustígur

 

HSH stendur fyrir göngu á Fjarðarhornsgötu og Kirkjustíg 16. júní og hefst gangan klukkan 20. Staðsetning: Mjósundabrú í Hraunsfirði í Berserkjahrauni á norðanverðu Snæfellsnesi.

 

Farið verður af stað við Mjósundabrúna gömlu og gengin verður Fjarðarhornsgata upp með hraunkantinum og heim Kirkjustíg. Gangan tekur um þrjá klukkutíma. Tilvalið að hafa með nesti og njóta samverunnar í heillandi umhverfi. Rifjaðar verða upp sögur sem tengjast svæðinu. Mjög falleg leið og auðveld fyrir flesta.

 

Verð: 600/800 kr. Fararstjóri: Hanna Jónsdóttir. Sími: 4381195

 
Á Víknaslóðum

Gönguhátíðin Á Víknaslóðum verður haldin á Borgarfirði eystri um hvítasunnuhelgina. Inn á milli gangna verður boðið upp á létta afþreyingardagskrá.

Dagskráin er svohljóðandi:

Fimmtudagur 9. júlí

Kl 20:00 Þrastarungarnir sýna leikverkið Mold. Sýning borgfirskra ungmenna sem tóku þátt í Þjóðleik fyrr á árinu.

Föstudagur 10. júní.

Kl 19:00. Fjárrekstur til Kjólsvíkur þar sem Helgi Hlynur leyfir fólki að koma með í rekstur til Kjólsvíkur en það er einstök upplifun að reka að kvöldlagi á Víkur. Lagt af stað frá Fjarðarborg. Þátttökugjald 500.- kr. Við heimkomu verður komið við í Fjarðarborg í léttar veitingar.

Laugardagur 11. júní.

Kl 10:00. Gengið á Skálanes við Njarðvík. Lagt af stað frá Fjarðarborg og keyrt þaðan til Njarðvíkur. Þátttökugjald 500.- kr.

Kl 13:00. Gönguferð fyrir börn á öllum aldri á Álfaslóðir. Lagt af stað frá Ævintýralandi.

Kl 21:00. Bar-svar (pub-quiz) í Fjarðarborg í umsjón útsvarsstjörnunnar Stefáns Boga Sveinssonar. Opið fram eftir nóttu og frítt inn.

Sunnudagur 12. júní

Kl 10:00. Brúnavíkurhringur. Gengið frá Kolbeinsfjöru til Brúnavíkur um Brúnavíkurskarð. Brúnavíkursandur skoðaður og fjallað um byggðina þar. Gengið til baka til Borgarfjarðar um Hofstrandarskarð. Lagt af stað á bílum frá Fjarðarborg kl 10:00. Þátttökugjald 500.- kr.

Kl 13:00 Steinasafn opnað í Ævintýralandi í gamla pósthúsinu.

Kl 21:00. Stórtónleikar í Fjarðarborg með Bjartmari Guðlaugssyni. Fyrir tónleikana leika borgfirsk ungmenni nokkur lög. Opið í Fjarðarborg eftir tónleikana fram eftir nóttu.

Mánudagur 13. júní

Kl 11:00. Gengið á Svartfell (510m). Einstakt útsýni yfir Borgarfjörð og Víknaslóðir. Þægileg fjölskylduganga. Þátttökugjald 500.- kr

 
Búið að opna fyrir skráningu í Hættu að hanga !Komdu að hjóla synda eða ganga!
Opnað var fyrir skráningu í verkefnið Hættu að hanga ! Komdu að hjóla synda eða ganga á sunnudaginn. Nú eru allir hvattir til að hætta ða hanga og skrá sig í verkefnið : )
 
Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! Hefst 5. júní

hjolamadurhjolamadur

 

Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! er verkefni sem fer fram dagana 5. júní til 15. september 2011. Verkefni fór fyrst af stað á síðasta ári og voru undirtektir góðar. Megintilgangur verkefnisins er að hvetja einstaklinga, fyrirtæki, fjölskyldur og hópa til að hreyfa sig og stunda heilbrigða lifnaðarhætti. Þátttakendur skrá inn þá hreyfingu sem þeir stunda inn á vefinn ganga.is. Sú hreyfing sem hægt er að skrá er hjóla a.m.k. 5 km, synda 500 m, ganga eða skokka 3 km og ganga á fjöll.Fyrir að hreyfa sig í 30 skipti fá þátttakendur bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti. Einnig eiga þátttakendur kost á öðrum veglegum verðlaunum fyrir þátttöku sína. Öllum er heimil þátttaka óháð aldri en hægt er að velja milli þátttöku í einstaklingskeppni, hópakeppni eða fyrirtækjakeppni. UMFÍ hvetur alla til að taka þátt í verkefninu – Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga!

 

Munið að skrá ykkur : )

 

 
Ganga HSÞ upp á Skollahnúk

HSHS

FJÖLSKYLDAN Á FJALLIГ

 

SKOLLAHNJÚKUR

Mæting kl: 20:00 þann 8. júní

á afleggjarann við Mýlaugsstaði

 

„Fjölskyldan á fjallið“ er landsverkefni UMFÍ og árlega eru valin um 20 fjöll víðsvegar um landið þar sem staðsettir eru póstkassar með gestabókum.  Í suður Þingeyjarsýslu varð fyrir valinu fjallið Skollahnjúkur í Aðaldal.

 

Héraðssamband Þingeyinga hvetur fjölskyldur til þess að fara saman í

tiltölulega létta göngu og skrá nöfn sín í gestabókina.

Á haustin er dregið úr hópi þátttakenda á landsvísu og útivistarverðlaun í boði.

 

Gönguhópurinn „Áttavilltar“  taka að sér að ganga í forystu á Skollahnjúk.

Þetta verður fyrsta ganga sumarsins hjá þeim, en „Áttavilltar“ eru félagsskapur kvenna á Húsavík og nágrannasveitum og markmið þeirra er að

ganga a.m.k. 1 klst, einu sinni í viku yfir sumartímann, njóta útiveru, hreyfingar og samvista - ásamt því að þjálfa málbeinið!  Allar konur alltaf velkomnar í þeirra göngur.

 

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.ganga.is og þar má finna öll útvalin fjöll með því að fara inn á:  göngukort, fjölskyldan á fjallið.

Einnig er vert að benda á fésbókarsíðu „Áttavilltra“ og þeirra gönguáætlanir verða birtar á 640.is, 641.is og Skarpur.is og heimasíðu HSÞ; hsth.is

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 7 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn