Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
Verkefninu lýkur í dag

 

Kæru þátttakendur í verkefninu

Hættu að hanga!Komdu að hjóla synda eða ganga!

Gaman er að sjá hversu margir eru að nýta sér skráningakerfið inn á ganga.is til að halda utan um sína hreyfingu. Margir hafa nú þegar fengið viðurkenningu fyrir sína hreyfingu en þeir sem hreyfa sig í 30 daga fá sent til sína bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 daga og gullmerki fyrir 80 daga. Einnig eru veittar viðurkenningar fyrir þá sem ganga á 5 fjöll 10 fjöll og 20 fjöll. Greinilegt er að fjallganga er eitthvað sem er inn í dag þar sem mjög margir eru að ganga á fjöll nú um stundir. Dæmi eru um einstaklinga sem hafi skráð að þeir hafi gengið á hátt í 90 föll. Fjölmargt annað er að finna inn á ganga.is t.d. göngukort en þar er að finna hugmyndir um fjölmargar gönguleiðir um allt land.  Einnig er að finna þar fróðleik um ýmislegt sem þarf að hafa í huga áður en  farið er af stað í gönguferð.

Verkefninu lýkur formlega í dag 15. september því eru allir hvattir til fara yfir og athuga hvort þið hafið gleymt að skrá inn einhverja daga. Mikilvægt er að hafa í huga að hægt er að skrá aftur í tímann. Þannig að ef þið hafa t.d. gleymt að skrá inn hreyfingu fyrir 25. júlí  þá getið þið bætt út því.

Þó að verkefninu ljúki í dag þá verður enn hægt að skrá inn hreyfingu og halda þannig lista yfir sína hreyfingu út árið.

Gangi ykkur vel og haldið áfram að vera svona dugleg

ganga.isganga.is

 

 
Ganga á Grænafell

Ganga á Grænafell

 uia_merkiuia_merki

Dagur íslenskrar náttúru er nú á föstudaginn 16. september, af því tilefni ætlar UÍA í samstarfi við Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Náttúrustofu Austurlands að efna til fjölskyldugöngu á Grænafell, sem var valið fjall UÍA í gögnuverkefni UMFÍ Fjölskyldan á fjallið 2011.

Gengið verður upp beggja vegna fjallsins og hittast hóparnir á toppnum.  Reyðafjarðarfjarðarmegin verður farið frá Grænafellsvelli kl 17:00 og mun Þóroddur Helgason vísa veginn. Héraðsmegin geta gönguhrólfar valið um tvo kosti. Annarsvegar að leggja af stað frá sæluhúsinu á Fagradal kl 16:15 eða slást í hópinn við bílastæðið við Fagradalsá kl 17:00, Guðrún Sóley Guðmundsdóttir mun sjá til þess að sá hópur rati rétta leið á toppinn. Þar munu hóparnir hittast, gæða sér á nesti, bregða á leik með góðum gesti, jafnvel taka lagið og rita nöfn sín í gestabók sem trjónir á toppi fellsins. Skaphéðinn Þórisson sérfræðingur á Náttúrustofu Austurlands mun fræða göngufólk um það sem fyrir augu ber.

Gangan er ætluð öllum og verður hraðinn miðaður við það, auðveldast er að ganga frá bílastæðinu við Fagradalsá en leiðin frá Grænafellsvelli er ögn brattari, en þó auðgeng. Áætlað er að gangan á toppinn taki um ein og hálfa klukkustund. Þátttakendur eru hvattir til að klæða sig skynsamlega og taka með sér nestisbita.

Vonumst við að sjá sem flesta.

 

 
Haustganga Ungmennafélagsins Íslendings

Haustganga Ungmennafélagsins Íslendings

 

Nú ætlum við í tilefni af 100 ára afmæli Ungmennafélagsins Íslendings að efna til viðburðar sem samanstendur af göngu, sundi og mat.  Fyrirhugað er að fara í göngu laugardaginn 17. september sem endar svo í Hreppslaug í sund og mat.

Fyrirhugað er að ganga gömlu þjóðleiðina yfir Skarðsheiði sem liggur upp Leirárdalinn og munu Jóhannes og Guðrún í Efri-Hrepp leiða gönguna.  Gangan er áætluð um 4 klst. og er um 20 km og 450 m hækkun á leiðinni.  Þetta er áætluð meðalerfið ganga á mælikvarða ferðafélaga.  Gangan getur því verið fjölskylduganga en foreldrar verða að meta hvort þeirra börn ráði við þetta ferðalag.  Fólk fer á eigin ábyrgð í þessa göngu og börn eru að sjálfsögðu á ábyrgð fullorðinna.

Skipulagið verður þannig að farið verður með rútu frá Hreppslaug kl. 10 að laugardagsmorgni og keyrt suður fyrir Heiði.  Rútuna höfum við svo fólk þurfi ekki unnvörpum að fara að sækja bíla eftir gönguna og geti notið þess að slappa af í sundlauginni fyrir matinn.  Hins vegar er frjálst að keyra sjálfur eða láta keyra sig á staðinn. Er þá beygt til vinstri á Skorholtsmelum og ekið upp að fjalli (ekki gott fólksbílafæri). Áætlað er að vera komin í Hreppslaug milli kl. 15 og 16.

Það þarf að muna að klæða sig vel, vera í góðum skóm og taka með sér drykki og nestisbita.  Einnig að muna eftir sundfötunum (en þau getum við skilið eftir í Hreppslaug).

Það þarf að skrá sig í þessa ferð, í þrennu lagi, rútuna, gönguna og matinn.  Verð: Fyrir rútu 800 kr., fyrir mat 1.200 kr.  Frítt í göngu og sund!

Skráningarfrestur til loka fimmtudagsins 15. september, hjá Helga Birni í síma 7702068 eða netfang Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Ef okkur hins vegar líst ekki á veðurspána verður ferðinni frestað eða aflýst og látið þá vita á föstudeginum.

Ganga – synda – borða, hljómar vel!

Ungmennafélagið Íslendingur

 

 

images-stories-umfi_deildargil_-_umsb-446x293images-stories-umfi_deildargil_-_umsb-446x293

 

 

 

 

 

 

 
AF STAÐ á Reykjanesið

AF STAÐ á Reykjanesið; gönguhátíð í umdæmi Grindavíkur um verslunarmannahelgina.

 

Boðið verður upp á  fjórar gönguferðir með leiðsögn frá föstudegi  til mánudags:

 

Föstudagur 29. júlí: Skógarferð, Mæting við Selskóg kl. 20:00 fyrir neðan fjallið Þorbjörn,  (Fjallað verður um skógrækt í Selskógi  o.fl.

fróðlegt,  1-2 tíma stutt ganga, ekkert  þátttökugjald.

 

Laugardagur 30. júlí: Strandgönguferð, (Krýsuvíkurberg).  Mæting við tóftir Krýsuvíkurkirkju á Krýsuvíkurleið, kl. 11:00 ekið á einkabílum að Selöldu og gengið þaðan að Krýsuvíkurbergi , 3-4 tíma ganga.

 

Sunnudagur 31. júlí: Seljaferð, (Hraunsel).  Mæting við Ísólfsskála kl.

11:00 sem er 10 km austur af Grindavík á Krýsuvíkurleið. Ekið þaðan á einkabílum að Méltunnuklifi og gengið að Hraunseli, um 4 tíma ganga.

 

Mánudagur 1. ágúst: Hellaferð (Bálkahellir og Arngrímshellir), Mæting kl. 11:00 við Litlu Eldborg, á Krýsuvíkurleið í átt að Selvogi, 3-4 tíma ganga. Þátttakendur mæti  með ljós og höfuðfat.

 

Mælt er með að vera í góðum gönguskóm og taka með sér nesti í ferðir.

Allir eru á eigin ábyrgð í ferðum.

 

Þátttökugjald í hverja ferð kr. 1.000, frítt fyrir börn.

Leiðsögumaður, Sigrún Jónsd. Franklín, gsm 6918828. Nánar um ferðir á www.sjfmenningarmidlun.is og  tjaldsvæði, veitingar og aðra þjónustu á www.grindavik.is

 
UMSB stendur fyrir skógargöngum

Ungmennasamband Borgarfjarðar stendur í sumar fyrir þremur skógargöngum en sú fyrsta var farin um Fannhlið.

 Önnur gangan verður fimmtudagskvöldið 21. júlí kl. 20:00 um Skorradal undir leiðsögn Friðriks Aspelund og Birgis Haukssonar, sem segja frá svæðinu. Lagt verður upp frá Stálpastöðum.

 Þriðja gangan verður fimmtudagskvöldið 28. júlí kl. 20:00 um Skógarreitinn á Lundi í Lundarreykjadal auk skógarreits við gamla félagsheimili UMF. Dagrenningar undir leiðsögn Jóns Gíslasonar, mæting við Lundarkirkju. Fólk er hvatt til að mæta og njóta smá skógargangna.

 

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 5 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn