Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
Gönguvika í Dalvíkurbyggð 29. júní til 5. júlí

Nú í sumar, nánar tiltekið dagana 29. júní til 5. júlí 2008, mun Dalvíkurbyggð í samvinnu við Kristján Eldjárn Hjartarson á Tjörn standa fyrir gönguviku um fjöll og firnindi í Dalvíkurbyggð. Fyrirkomulag gönguvikunnar verður þannig háttað að föstudagskvöldið 27. júní verður Kristján með kynningu á ýmsum gönguleiðum í sveitarfélaginu og fer jafnframt yfir þær leiðir sem fyrirhugað er að ganga í framhaldinu. Einnig mun hann fara yfir hvernig búnað væri gott að hafa með sér í slíkar gönguferðir. Gönguleiðirnar eru valdar með það í huga að flestir ættu að finna sér ferð við hæfi, og fólk getur valið að fara bara eina ferð upp í að fara þær allar.

1. ferð 29. júní. Gengið Vikið klukkan 11:00. Gengið frá Sauðárkoti í Ólafsfjarðarmúla upp í Sauðdal sem er stuttur en ákaflega fallegur smádalur, girtur háum og tígurlegum hnjúkum allt um kring og með sjálfan Kerahnjúk í öndvegi. Áætluð lengd ferðar 5 klst.


Nánar...
 
Gengið til heilbrigðis - Akrafjall / Háihnúkur

Á sunnudaginn kemur 1. júní stendur Íþróttabandalag Akranes fyrir gönguferð á Akrafjall þar sem gengið verður á Háahnúk ( 555 m ), lagt verður af stað frá bílastæðinu við rætur Akrafjalls kl: 10:30. Umsjónarmenn göngunnar eru  Brynjar Sigurðsson og Jón Þór Þórðarson. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri, vera vel útbúinn hvað varðar skóútbúnað og fatnað. Nánari upplýsingar veitir Jón Þór í síma 895 1278.

,,Þetta er þriðja árið sem við stöndum fyrir þessu verkefni og hefur það mælst vel fyrir. Við höfum eingöngu einbeitt okkur að fjöllunum hér í nágrenninu þannig að göngufólk kemur sér sjálft á staðinn. Okkur hefur sýnst þetta vera verðugt og spennandi verkefni en fjórar göngur eru á dagskrá núna í júní," sagði Jón Þór Þórðarson íþróttafulltrúi hjá Íþróttabandalagi Akranes.

Aðrar gönguferðir sem fyrirhugaðar eru í sumar:

1. júní: Gengið á Háahnúk.

15. júní: Gengið á Geirmundatind

24. júní: Jónsmessuganga

29. júní: Akrafjallshringur Geirmundatindur - Háihnúkur

Myndatexti: Frá innanbæjargöngu á Akranesi á vegum ÍA. Mynd Jón Þór.

 
UMSB stendur fyrir göngu á Þyril í Hvalfirði 31. maí

Laugardaginn 31. maí,  kl. 14.00 verður gengið á fjallið Þyril í Hvalfirði. Þyrill er fjall UMSB árið 2008 í verkefni UMFÍ fjölskyldan á fjallið. Fjallið er 388 m.y.s. og er auðvelt uppgöngu. Gangan tekur um 3-4 klst.

 

Mæting  fyrir ofan við  tanka Olíudreifingar í Litlasandsdal (fyrir ofan gömlu hvalstöðina).  Fararstjóri er Arnheiður Hjörleifsdóttir Bjarteyjarsandi.

 

Benda má á að upplýsingar um næstu göngur UMSB í sumar er að finna á www.umsb.is

 
<< Fyrsta < Fyrri 31 Næsta > Síðasta >>

Síða 31 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn