Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
Gestabókarganga á Viðarfjall við Þistilfjörð

Gestabókarganga á Viðarfjall við Þistilfjörð

Viðarfjall við Þistilfjörð hefur verið tilnefnt í verkefnið “Fjölskyldan á fjallið” sem er einn liður í almenningsíþróttaverkefnum Ungmennafélags Íslands. Héraðssamband Þingeyinga tilnefnir á hverju ári tvö fjöll á starfssvæði sínu í þetta verkefni; eitt í norðurhlutanum og annað í sunnanverðri sýslunni.

Gengið verður á Viðarfjallið næstkomandi laugardag, þann 28. apríl nk. til að koma þar fyrir gestabók. Lagt verður upp kl. 13:00 frá vegi nr. 85 (Norðausturvegi) við Litla- Viðarvatn. Gangan er auðveld; gengið er eftir slóða sem liggur á fjallið. Göngustjóri er Ásta Laufey Þórarinsdóttir á Gunnarsstöðum.

Af Viðarfjalli er gott útsýni yfir Þistilfjörð, Langanes og Melrakkasléttu. Þegar komið er að fjarskiptamastrinu og búið að skrifa í gestabókina sem verður komið fyrir í vörðunni norðan megin við skúrinn sem þar er að finna, er upplagt að ganga út á Geirlaugu, sem er núpurinn norðan í fjallinu. Það er hæsti punktur fjallsins, 369 m yfir sjávarmáli.

Tilnefning Viðarfjallsins er unnin í samstarfi við Ferðafélagið Norðurslóð og er gangan á laugardaginn á vegum þess. HSÞ og Norðurslóð hvetja fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum til að mæta í gönguna.

 

Ganga á Hálshnjúk í Fnjóskadal sem er fjallið í sunnanverðri sýslunni þetta árið, verður auglýst síðar í vor.

 

VidarfjallVidarfjall

 
Pílagrímaganga á morgun og messa eftir hana í Reykholti

Safnast verður saman til pílagrímagöngu við Stóra-Áskirkju í Hálsasveit kl. 9 á morgun, sunnudag og lagt af stað eftir stutta helgistund og gengið niður í Reykholt. Gengið verður suður yfir hálsinn  ofan við Stóra Ás og niður Hálsasveit áleiðis í Reykholtsdal eftir malarveginum. Á leiðinni er fallegur foss í Reykjadalsá, Giljafoss, þar sem gaman er að á. Leiðin er greiðfær og þægileg, vegalengdin er um 15,7 km og göngutími því 3-4 klukkustundir. Áætlaður komutími í Reykholt er kl. 12:30 – 13:00. Hátíðarmessa verður í Reykholtskirkju þennan dag, sem er boðunardgur Maríu guðsmóður. Pílagríma bíður hressing í safnaðarsal kirkjunnar áður en gengið er til messu ef þeir vilja taka þátt í henni. Sungin verður Missa de Angelis, englamessan. Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur syngur við messuna. Organisti er Dóra Erna Ásbjörnsdóttir. Prestar  Hvanneyrar-, Stafholts- og Reykholtsprestakalls þjóna að athöfninni.

 

Veðurútlit fyrir morgundaginn er ágætt, suðlæg átt, hlýtt en rigning með köflum.

 

 
Almenningsíþróttaverkefni UMFÍ - viðurkenningar afhentar

Mjög góð þátttaka var í almenningsíþróttaverkefnum UMFÍ í sumar sem leið. Verðlaunaafhending fór fram í þjónustumiðstöð Ungmennafélags Íslands í dag og voru þátttakendur verðlaunaðir í verkefninu Hættu að hanga! Komdu að synda, hjóla eða ganga og Fjölskyldan á fjallið. Einstaklingar, sem dregnir voru út fyrir að hafa hreyft í 30 daga, 60 daga og 80 daga, fengu viðurkenningar.


Þeir einstaklingar sem gengu á flest fjöll voru Birna Steingrímsdóttir, 109 fjöll, Guðbjartur Guðbjartsson, 83 fjöll, Þröstur Vilhjálmsson, 38, fjöll, og Ástríður Helga Sigurðardóttir sem gekk einnig á 38 fjöll.


Bjarni Bogar Jóhannsson fékk viðurkenningu fyrir að hreyfa sig í 30 daga. Lilja Hrund Pálsdóttir viðurkenningu fyrir að hreyfa sig í 60, daga, Hermann R. Jónsson fyrir að hreyfa sig í 80 daga og Inga Birna Tryggvadóttur fyrir hreyfingu í 103 daga.


Hópar sem hreyfðu sig mest var starfsfólk frá Maritech sem hreyfði sig í 424 daga, Skautsmiðja Norðuráls í 392 daga, A- vakt steypuskála Norðuráls og fjármálasvið Norðuráls í 259 daga.


Hópar sem gengu á flest fjöll voru C- vakt kerskála Norðuráls sem gengu á 65 fjöll, D- vakt kerskála Norðuráls, 23 fjöll og Maritech sem gekk einnig á 23 fjöll.


Verðlaunahafar fyrir Fjölskylduna á fjallið voru Fjóla Dögg Konráðsdóttir, Aðalheiður Vilbergsdóttir, Rut Sigurðardóttir, Þorgeir Vigfússon, Þórunn Sara Guðbrandsdóttir og Eyjólfur Valur Gunnarsson. Öll fengu þau bókaverðlaun fyrir þátttökuna.


Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið rituðu um 20 þúsund manns nöfn sín í gestabækur sem hafi verið komið fyrir á 24 fjöllum. Flest þessara fjalla eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið fyrst og fremst er að fá einstaklinga og fjölskyldur í létta fjallagönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið góða líkamsrækt. Göngugarpar voru hvattir til að skrifa nöfn sín í göngubækurnar á fjöllum. Á hverju hausti síðustu ár hefur síðan verið dregin úr hópi þátttakenda og hinir heppnu hafa fengið sérstök verðlaun fyrir.


Verkefnið heldur áfram næsta sumar og verður það auglýst nánar þegar nær dregur. Gestabækur verða áfram á fjöllum og ef til vill bætast við fleiri fjöll við þau sem fyrir eru. Ungmennafélag Íslands vill nota tækifærið og þakka öllum sem tóku þátt í verkefninu og vonast til að sjá sem flesta taka þátt í verkefnum UMFÍ á næsta ári.

 

tn_DSC03152tn_DSC03152

 


 
UMSB gengur á Strút

Þá er komið að því! UMSB mun sækja gestabók sumarsins sem staðsett var á Strút. Lagt verður af stað frá afleggjaranum að Arnarvatnsheiði, fyrir innan Kalmanstungu kl. 13.00 sunnudaginn 30. október.

Allir velkomnir!

 

                                                      images-stories-umfi_deildargil_-_umsb-446x293images-stories-umfi_deildargil_-_umsb-446x293

 
Kveðja frá UÍA

tn_IMG_5980tn_IMG_5980

Takk fyrir komuna á Grænafell, fjall

UÍA

 

Eins og margir vita var Grænafell fjall UÍA í gönguverkefni UMFÍ Fjölskyldan á fjallið nú í sumar. Af því tilefni var komið fyrir gestabók á toppi fjallsins.

Bókin var tekin niður nú í morgunn enda ber héraðssamböndum sem taka þátt i verkefninu að skila gestabókum af fjöllunum, til UMFÍ á hverju hausti. UMFÍ dregur út nöfn heppinna göngugarpa sem tóku þátt í verkefninu og eru þeir verðlaunaðir.

 

Ljóst er að margir hafa lagt leið sína á fellið græna í sumar og sumir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Alls hefur verið kvittað 163 sinnum í gestabókina og margir létu fylgja skemmtileg skilaboð. Hér koma nokkur þeirra:

,,Dásamleg blíða 17 stiga hiti og glampandi sól. Búið að bursla í Græanfellsvatninu og baða báða hundana. Frábært útsýni yfir fallegan bæ".

,,Skruppum hér upp í morgungöngu. Frábært útsýni í allar áttir, gaman að sjá út fallega fjörðinn og fjallstindana allt um kring".

,,Toppur nr 279 á árinu fyiri Ljósið. Markmið 400 toppar".

,,GEGGJAÐ veður, félagsskapur, útsýni, ganga!"

,,I only wanted to go for að short walk but the farther I went, the more beautiful it became. Thank you Lord, thantk you Iceland for atnother tresured memory".

(Lauslega þýtt: Ég ætlaði bara í stutta göngu en því lengra sem ég hélt því fegurra varð. Þakka þér drottinn, þakka þér Ísland fyrir enn eina dýrmæta minningu).

,,Fallegustu menn Fjarðabyggðar fengu sér rölt upp brekkurna".

Að lokum fylgir hér ein vísa sem læddist ínní hugskot Philips Vogler í þokuferðinni miklu á Degi íslenskrar náttúru.

Í myndatöku brostu breitt,

í bkagrunn fjall er vænt

en ívið þykir öllum leitt

ef andlit þitt er grænt.

Við þökkum öllum þeim gönguhrólfum sem lögðu leið sína á Grænafell í sumar fyrir að hafa staldrað við og kvittað í gestabókina. Auk þess færum við Þóroddi Helgasyni, Róberti Beck og Ferðafélagi Fjarðamanna kærar þakkir fyrir veitta aðstoð.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 4 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn