Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
Gönguferð um stórbrotið umhverfi Bláa Lónsins

Á annan í páskum verður boðið upp á gönguferð með leiðsögn um stórbrotið umhverfi Bláa Lónsins. Gangan hefst kl. 13.00 við bílastæði Bláa lónsins og er áætlað að hún taki um 3 klukkustundir. Möguleiki er að fara rúmlega hálfan hring og fá akstur til baka. Gangan er í boði Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar. Enginn þátttökukostnaður er í gönguna.


Gengið verður m.a. um mosagróið Illahraun, framhjá Rauðhól (gígnum sem hraunið kom úr á sögulegum tíma), farið með Skipstíg, fornri þjóðleið, haldið austur með norðurhlíðum Þorbjarnarfells og inn á Baðsvelli. Þar er ætlunin m.a. að kíkja á þjófaslóðir og hin gömlu sel Grindvíkinga. Þá verður gengið yfir að svæði Hitaveitu Suðurnesja og um hið litskrúðuga lónssvæði að lækningalindinni og endað í heilsulind

. Boðið er upp á aðgangseyri, tvo fyrir einn í heilsulind. Sigrún Jónsd. Franklín verður leiðsögumaður í göngunni. Áhersla er á að ferðin og fræðslan verði með þeim hætti að bæði  börn og  fullorðnir hafi gagn og gaman af. Góður skófatnaður æskilegur og gott er að taka með sér smá nesti. Allir þátttakendur eru á eigin ábyrgð.

 
GPS námskeið 26. febrúar

Ferðafélag Íslands stendur fyrir gps námskeiði fyrir göngufólk 26. febrúar nk. Haraldur Örn Ólafsson fer yfir helstu atriði í noktun gps.

Lærðu að stilla gps tækið þitt, taka punkta og vista leiðir og fleira sem nauðsynlegt er að kunna.

Verð kr. 3.000/ 6.000
Skráning á skrifstofu FÍ

 

 
Göngugleði Fí á sunnudögum

Alla sunnudaga í vetur er farið í gönguferð í nágrenni Reykjavíkur. Lagt er af stað frá Mörkinni 6 kl. 10.30 og er þá safnast í bíla og ekið að upphafsstað göngu.  Gönguferðin er yfirleitt 3 - 5 klst og gott að taka með sér nesti, heitt á brúsa og samlokur.

Mikilvægt er að vera vel búinn, í góðum gönguskóm og með hlífðarfatnað í bakpokanum. Húfa og vettlingar eru nauðsynleg í íslenskum vetraraðstæðum. Margir taka með sér gönguskíði og er ýmist gengið í Bláfjöllum eða um spennandi svæði utan brauta, inn um dali eða upp til fjalla.

Þátttaka í göngugleðinni er ókeypis og allir velkomnir. Nokkra sunnudaga í vetur verður boðið upp á skipulagða ferð með fararstjóra og þær ferðir auglýstar sérstaklega.

 
Myndakvöld hjá Útivist 2. febrúar í Húnabúð

Fyrsta myndakvöld ársins verður haldið í kvöld 2. febrúar  kl. 20 í Húnabúð, Skeifunni 11.
Sýndar verða myndir frá hinu nýstofnaða Vatnajökulsþjóðgarði sem er stærsti þjóðgarður Evrópu. Flatarmál hans er um 12.000 ferkílómetrar eða um 11% af Íslandi.
 
Í þjóðgarðinum er að finna samvirkni jarðelds, jarðhita og myndunar jökla, landmótun jökla og vatnsfalla, eins og segir á vefsíðu þjóðgarðsins. Jósef Hólmjárn sýnir einstæðar myndir sínar sem hann hefur tekið á ferðum sínum um þetta stórbrotna svæði á undanförnum árum.

Myndakvöldin eru öllum opin, jafnt félagsmönnum sem öðrum. Aðgangseyrir er 800 kr. Sýningin stendur yfir í rúma klukkustund og er að henni lokinni boðið upp á köku- og brauðtertuhlaðborð kaffinefndar Útivistar þar sem borð svigna undan kræsingum.

 
Ferðakynning hjá Ferðafélagi Akureyrar
 Ferðafélag Akureyrar verður með ferðakynningu fyrir árið 2009  í Ketilhúsinu á Akureyri fimmtudaginn 5. febrúar n.k. kl. 20.00.
 
Dagskrá:
  • Hilmar Antonsson, formaður FFA setur kynninguna.
  • Roar Kvam, formaður ferðanefndar kynnir ferðir ársins í tali og myndum.
  • Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur verður með erindi og myndakynningu er hann kallar „Austfjarðafjöll, meginstöðvar og rannsóknir dr. Walkers“.
  • Skíðaþjónustan og 66° Norður sýna úrval af útivistarvörum.
 Enginn sannur útivistarunnandi lætur þessa kynningu fram hjá sér fara.
Aðgangseyrir kr. 1.000, innifalið er kaffi og meðlæti.
Ferðanefnd FFA
 
<< Fyrsta < Fyrri 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Næsta > Síðasta >>

Síða 25 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn