Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
Esjan alla daga 8. - 12. mars

FÍ fjör í Esjunni, Esjan alla daga 8. - 12. mars.  Ferðafélag Íslands býður upp á gönguferðir með fararstjórn alla daga 8. - 12. mars. Þeir sem mæta í allar göngurnar fá glæsilega Cintamani húfu í verðlaun merkta FÍ.  Fararstjóri er hinn síungi Þórður Marelsson. 
Ef veður leyfir verður reynt að fara aðrar leiðir á fjallið en hina hefðbundnu. Sjá nánar hér að neðan. Brottför er ávallt kl. 18.00.
Tilvalið fyrir þá sem eru að undirbúa sig fyrir gönguferðir sumarsins,  Hvannadalshnúk eða annað.  Eins er þetta afar góð aðferð fyrir þá sem vilja missa nokkur kg á skömmum tíma.

Mánudag:
Gengið að Gunnlaugsskarð, ef vel viðrar þá verður farið yfir á Þverfellshorn og þar niður að Esjustofu.

Þriðjudagur

Hefðbundin ganga á Þverfellshorn, með viðkomu á Steini. Gengið niður Langahrygg í átta að Esjustofu.

Miðvikudagur:

Farið að Steini og upp á Þverfellshornið.

Fimmtudagur:  Súkkulaði kaka.

Lagt af stað frá Esjubergi farið upp á Kerhólakamb-Þverfellshorn-Esjustofa.

Föstudagur:


Morgunferð að Steini og til baka aftur. …………

Allt getur þetta breyst eftir veðri og vindum.

 
Fjölmenni í fyrstu göngunni: ,,Eitt fjall á viku,"
Alls tóku 147 þátttakendur þátt í fyrstu göngu Ferðafélags Íslands í verkefninu Eitt fjall á viku sem hófst í morgun með gönguferð á Helgafell. Að auki voru þó nokkrir sem höfðu lagt af stað á undan hópnum og nokkrir komu of seint en alls voru því um 180 manns á ,,tindi" Helgafells.  Aðstæður voru góðar og veður millt og fallegt.  Páll Guðmundsson fararstjóri segir ánægjulegt að sjá hvað aldurshópurinn var breiður;  ,, yngsti þátttakandinn Viktor Aron var sjö en elsti 70 árum eldri eða 77 ára. Næsta ganga er sunnudaginn 17. janúar en skráningu lýkur 20. janúar. ,, Á Helgafelli hrópuðum við fimmfallt húrra fyrir fjallinu og töldum upp í 52 og niður aftur en í verkefninu ætlum við að ganga á 52 fjöll og nú eru bara 51 eftir,"
 
Gönguverkefni UMFÍ - 92 ára gömul gekk 44 sinnum á Hvolsfjall

Gönguverkefni Ungmennafélags Íslands og sambandsaðila, Fjölskyldan á fjallið, tókst með afbrigðum vel í ár.  Eins og venjulega þá tilnefndi HSK tvö fjöll til að ganga á í sumar. Annars vegar Mosfell í Grímsnesi og Hvolsfjall við Hvolsvöll.

Alls gengu tæplega eitt þúsund manns á þessi fjöll og hefur þátttakan aldrei verið meiri.  Bæði eru fjöllin frekar auðveld uppgöngu og hefur það eflaust eitthvað að segja með þessa góðu þátttöku.

Í gestabækur sem eru staðsettar á toppi fjallanna rita göngugarpar nafn sitt og margir hverjir símanúmer.  Á haustin er dregið síðan út eitt nafn í hvorri gestabók og hlýtur sá heppni viðurkenningu frá HSK og UMFÍ.  Í ár voru dregin út þau Nathan Freyr Morthens frá Sauðárkróki og Guðrún Sveinsdóttir sem dvelur á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Nathan Freyr er 10 ára og Guðrún er 92 ára.

Ekkert kynslóðabil í þessu verkefni.  Guðrún gekk ekki einu sinni á Hvolsfjall heldur hvorki í fleiri né færri en í 44 skipti.  Hér er um að ræða nýtt HSK met í fjölda gönguferða auk þess sem að mönnum rekur ekki minni til þess að margir yfir níræðu hafi tekið þátt í þessu góða verkefni.

Guðrún er góð fyrirmynd annarra eldri borgara og ættu sem flestir að nota gott veður yfir sumartímann og að hausti til að njóta íslenskrar náttúru.  Guðrúnu var afhent viðurkenning á dögunum og var hún hin hressasta.  Taldi víst að hún hefði farið yfir 50 sinnum á fjallið ef hún hefði ekki fótbrotnaði í haust.  Hún var engu að síður komin aftur á fætur og lék við hvern sinn fingur við afhendinguna.

 
Ljósmyndasamkeppni Ferðafélags Íslands

Ferðafélag Íslands efnir til ljósmyndasamkeppni sem er öllum opin. Hver keppandi skal senda eigi fleiri en þrjár myndir á netfangið: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Skilafrestur ljósmynda er til 1.des. 2009 og keppt er í tveimur flokkum. Í öðrum flokknum er leitað eftir myndum sem teknar eru í ferðum á vegum Ferðafélags Íslands en í hinum flokknum geta verið ljósmyndir almenns eðlis en þær skulu sendar á sama netfang innan sömu tímamarka.

Niðurstöður í samkeppninni verða kynntar 22. desember 2009 en dómnefnd verður skipuð fagmönnum í fremstu röð á sviði ljósmyndunar. Sigurvegarar fá vegleg verðlaun sem eru stafræn myndavél frá Nikon og sumarleyfisferð með Ferðafélagi Íslands að eigin vali fyrir tvo.

 
Menningar- og sögutengd ganga um Hraun

Menningar- og sögutengd ganga í boði Grindavíkurbæjar og Saltfiskssetursins verður sunnudaginn 11. október og hefst kl. 13:00. Gangan hefst við Hraun austan Þórkötlustaðahverfis með vígslu á sjöunda söguskiltinu sem sett er upp í Grindavík.

Genginn verður hringur  m.a. að: fiskgörðum í Slokahrauni, strandstað Cap Fagnets, Tyrkjadys og hinum forna kirkjustað. Ómar Smári og Sigrún Franklín sjá um fræðsluna. Gangan tekur um einn til tvo klukkutíma með fræðslustoppum. Gengið í hrauni og grasi.

Gangan er liður í viðburða- og menningardagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar. Í lok göngu verður heitt á könnunni. Allir eru velkomnir.

Sigrún Jónsd. Franklín, verkefnastjóri, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. gsm 6918828 www.sjfmenningarmidlun.is

 

 
<< Fyrsta < Fyrri 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Næsta > Síðasta >>

Síða 21 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn