Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
Enn hægt að taka þátt í verkefninu og ganga á fjöll

Fjöllin Skarðsmýrarfjall í Ölfusi og Vatnsfell á Holtamannaafrétti eru meðal þeirra fjalla sem valin voru í verkefnið fjölskyldan á fjallið í ár, en HSK hefur tilnefnd ný fjöll í þetta verkefni allt frá upphafi verkefnisins árið 2002.

Verkefnið mun standa til 15. október nk. og eru sunnlendingar hvattir til að ganga á fjöllin og taka þátt í verkefninu með því að skrifa nafn sitt og símanúmer í gestabækur sem staðsettar eru upp á fjöllunum. Nánari upplýsingar um verkefnið má sjá á www.ganga.is

Síðar í haust verða dregnir út heppnir þátttakendur sem fá veglegar gjafir frá UMFÍ.

Guðni Guðmundsson á Þverlæk tók þátt í verkefninu líkt og undanfarin ár. Í og eftir HSK göngu á Vatnsfell  í sumar urðu til eftirfarandi vísur hjá honum:

Hér umhverfis liggur orkuforði.

Öflugir víða stíflugarðar.

Því orkan er öll á yfirborði.

Ekkert sem að Kölska varðar.

 

Af öræfum er orkan fengin.

Orkuríkt er Frón.

Umhverfisspjöll sé nánast engin.

Aðeins fögur lón.

 

Vel ég naut hér varmastunda.

Vatnsflöturinn spegilskygn.

Á Vatnsfellið er vert að skuld.

Sjá víðáttunnar miklu tign.

 

 

 

images-stories-tn_P1010013-424x350images-stories-tn_P1010013-424x350

 
Keflavík íþrótta- og ungmennafélag stendur fyrir Keilisgöngu
Keilisganga Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags verður á laugardaginn 15. september. Mæting er við íþróttahúsið við Sunnubraut kl. 13:00 og þar er sameinast í bíla.

 Farastjóri verður Rannveig Garðarsdóttir (Nanný). Fólk er hvatt til að mæta og sýna samstöðu.


Tilgangur ferðarinnar er að sækja gestabók sem er á toppi Keilis en hún inniheldur nöfn þeirra sem gengið hafa á Keili.

 Gestabókinni er svo skilað inn til UMFÍ og fara nöfnin í gestabókinni ásamt öðrum gestabókum í pott sem vinningar verða dregnir úr. Gangan er fyrir alla og eru allir velkomnir.

 

 

ganga.isganga.is

 
Hættu að hanga!Komdu að hjóla synda eða ganga byrjar i dag
Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! er verkefni sem fer fram dagana 5. júní til 15. september 2012. Verkefni fór fyrst af stað fyrir tveimur árum og hafa undirtektir verið góðar. Megintilgangur verkefnisins er að hvetja einstaklinga, fyrirtæki, fjölskyldur og hópa til að hreyfa sig og stunda heilbrigða lifnaðarhætti. Þátttakendur skrá inn þá hreyfingu sem þeir stunda inn á vefinn ganga.is. Fyrir að hreyfa sig í 30 skipti fá þátttakendur bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti. Einnig eiga þátttakendur kost á öðrum veglegum verðlaunum fyrir þátttöku sína. Öllum er heimil þátttaka óháð aldri. UMFÍ vill hvetja sem flesta til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og stunda um leið heilbrigt líferni.
 
Gengið á Skarðsmýrarfjall í næstu viku

Verkefnið fjölskyldan á fjallið:

Gengið á Skarðsmýrarfjall í næstu viku

HSK mun taka þátt í verkefninu fjölskyldan á fjallið líkt og undanfarin ár, en verkefnið er nú haldið í 11. sinn.  HSK hefur alltaf tilnefnt tvö ný fjöll í verkefið.  Skarðsmýrarfjall í Ölfusi og Vatnsfell á Holtmannaafrétti urðu fyrir valinu í ár.

HSK mun standa fyrir fjölskyldugöngu á Skarðsmýrarfjall miðvikudaginn 30. maí nk. Mæting er við Skíðaskálann í Hveradölum kl. 19:00 og þaðan verður sameinast í bíla.  Göngustjóri verður Björn Pálsson í Hveragerði.  Fyrir gönguna gefst göngufólki tækifæri á að skoða Hellisheiðarvirkjun.

Skarðsmýrarfjall er tæpir 597 metrar á hæð og er á norðanverðri Hellisheiði. Svæðið norðan og austan við heitir Hengilssvæðið og hefur upp á mjög áhugavert landslag að bjóða. Náttúrufar er fjölbreytt, hvera og gígasvæði, ár og stöðuvötn og fjölbreytt gróðurfar. Hengilssvæðið er meðal stærstu háhitasvæða á Íslandi.

HSK gangan á Vatnsfall verður síðan laugardaginn 16. júní og verður nánar greint frá þeirri göngu hér í Sunnlenska þegar nær dregur.

 

 

hsk_logohsk_logo

 
UMSB göngur 2012

UMSB göngur 2012

Hefðbundnar UMSB göngur verða á fimmtudögum og er lagt af stað frá upphafsstað göngu kl 20:00. Í ár er markmiðið að ganga á sex fjöll á sambandssvæðinu. Þetta eru mjög breytilegar göngur og vonandi að það finni allir eitthvað við sitt hæfi. Hver ganga getur tekið allt frá einum og hálfum tíma upp í fjóra til fimm tíma. Við hefjum leikinn í maí.

  • 10. maí – Gengið verður á fjall ársins, Foxufell í Hítardal. Gönguleiðin að fellinu er um 4,5 km. Mæting við Hítarvatn.
    Þeir sem vilja geta sameinast í bíla við íþróttahúsið í Borgarnesi kl 19:10.
  • 24. maíMiðfellsmúli í Hvalfjarðarsveit ( h.y.s. 272 m). Gönguleiðin upp á fellið er um 1,5 km. Mæting á þjóðveginum við bæinn Hurðarbak.
    Þeir sem vilja geta sameinast í bíla við íþróttahúsið í Borgarnesi kl 19:20.
  • 7. júníSvartitindur í Skarðsheiði ( h.y.s. 728 m). Gönguleiðin upp á tindinn er um 4,5 km. Mæting við hitaveituskúr á Grjóteyri.
    Þeir sem vilja geta sameinast í bíla við íþróttahúsið í Borgarnesi kl 19:40.
  • 21. júníVikrafell, sólstöðuganga ( h.y.s. 539 m). Gera má ráð fyrir að þessi ganga taki 4-5 klst. Mæting við Selvatn (Jafnaskarði).
    Þeir sem vilja geta sameinast í bíla við íþróttahúsið í Borgarnesi kl 19:15.
  • 5. júlí Tungukollur ( h.y.s. 666 m). Gönguleiðin upp á kollinn er um 4 km. Mæting við hitaveitutank á Grjóteyrarhæð.
    Þeir sem vilja geta sameinast í bíla við íþróttahúsið í Borgarnesi kl 19:40.
  • 19. júlíBúrfell í Reykholtsdal (h.y.s. 384). Gönguleiðin upp á fellið er um 3,5 km. Mæting við Rauðsgil.
    Þeir sem vilja geta sameinast í bíla við íþróttahúsið í Borgarnesi kl 19:15.

 

100 KM

Í ágúst hefst annað verkefni sem við stöndum fyrir en það er 100 km afmælisganga UMSB. Ætlunin er að þvera sambandssvæðið og ganga frá Hvalfjarðarbotni um Síldarmannagötur og alla leið vestur um Mýrar að Foxufelli, fjalli ársins. Gengið verður í fimm áföngum, sunnudagana:

  • 12. ágúst
  • 19. ágúst
  • 9. september
  • 16. september
  • 30. september

Þetta verkefni verður kynnt nánar síðar.

 

Gleðilegt UMSB gönguár!

Göngunefnd UMSB

Björg Kristófersdóttir, Friðrik Aspelund og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir

 

 

HtarvatnHtarvatn

 

 

 

 

 

 

 


 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 3 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn