Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
Gestabókakassi UMFÍ fór upp á Vindberg

Síðast liðinn laugardag, þann 15. júní, fóru tvær vaskar úr HSÞ, Elín Sigurborg framkv.stjóri HSÞ og Birna Davíðsdóttir í stjórn HSÞ, upp á "Vindbelg" með gestabókarkassa UMFÍ og komu honum fyrir á besta stað.   Eins og sjá má á þessum myndum, sem Birna tók, þá var veðrið eins og best var á kosið - en því fylgdi hvimleiður ófögnuður sem Mývatnssveit er vel þekkt fyrir - rykmý !!  Við mikinn hildarleik tókst görpunum að komast í gegnum rykmýs-strókana og upp í hlíðar fjallsins, en þar fór vindur að blása og nánast allar flugur út í veður og vind.  Útsýnið af toppi vinbelgs er gífurlega skemmtilegt - vötn og tjarnir, "gervigígar" og fjöll í fjarska allt í kring.

Strókar af rykmýStrókar af rykmý

HSÞ-garpar komnir upp á Vindbelg HSÞ-garpar komnir upp á Vindbelg

Útsýni af VindbelgÚtsýni af Vindbelg

 

 

 

 

 

 

HSÞ hvetur alla á sínu starfsvæði, sem er allt frá Grenivík til Bakkafjarðar, til þess að skreppa í Mývatnssveitina og í Öxarfjörðinn og taka eina létta fjallgöngu, skrá sig í gestabók UMFÍ, sem í kössunum er, og taka þannig þátt í almenningsverkefni UMFÍ.

 Að hausti er síðan dregið úr nöfnum þátttakenda og veitt eru útivistarverðlaun.  Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni  www.ganga.is

Almenningsíþróttanefnd HSÞ

 
Skráðu þína hreyfingu inn á vefinn

Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! er verkefni sem fer fram dagana ár hvert 5. júní til 15. september. Verkefni fór fyrst af stað fyrir þremur árum og hafa undirtektir verið góðar. Megintilgangur verkefnisins er að hvetja einstaklinga, fyrirtæki, fjölskyldur og hópa til að hreyfa sig og stunda heilbrigða lifnaðarhætti. Þátttakendur skrá inn þá hreyfingu sem þeir stunda inn á vefinn ganga.is. Fyrir að hreyfa sig í 30 skipti fá þátttakendur bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti. Einnig eiga þátttakendur kost á öðrum veglegum verðlaunum fyrir þátttöku sína. Öllum er heimil þátttaka óháð aldri. UMFÍ vill hvetja sem flesta til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og stunda um leið heilbrigt líferni.

Skráning fer fram hér:http://www.ganga.is/index.php?option=com_extendeduser&task=register&Itemid=96&lang=is

 
Fjölskyldan á fjallið - HSK stendur fyrir göngu á Búrfell

HSK stendur fyrir fjölskyldugöngu á Búrfell í Grímsnesi í kvöld fimmtudaginn 13. júní kl. 18:30. Lagt verður af stað af bæjarhlaðinu á Búrfelli Við upphaf göngunnar býðst þátttakendum kostur á að skoða kirkjuna á staðnum og mun Böðvar Pálsson bóndi á Búrfelli segja stuttlega frá sögu staðarins og kirkjunnar.


Gangan er liður í verkefninu, Fjölskyldan á fjallið, og er þetta 12. árið í röð sem HSK tekur þátt. Búrfell í Grímsnesi er grasi gróið fjall í Grímsnesinu og er 536 m yfir sjávarmáli. Ef ekið er frá Selfossi er farið um Biskupstungnabraut og þaðan er farið inn á Þingvallaveg eða Sogsveg og síðan er beygt inn á Búfellsveg nr. 531.


Fjallið er auðvelt uppgöngu, en gera má ráð fyrir um 2 – 3 tíma göngu. Ef ekið er frá Selfossi eru 18 km að Búrfelli. Gönguáhugafólk er velkomið og það kostar ekkert að taka þátt.

 
24 stunda sólstöðu- og áheitaganga 22.-23. júní um þjóðgarðinn Snæfellsjökul

Ný útfærsla er í ár á sólstöðugöngu um þjóðgarðinn Snæfellsjökull. Gengið verður í slóð verndarans Bárðar Snæfellsáss og safnað áheitum í þágu björgunarsveitarinnar Lífsbjargar sem einnig vakir yfir fólki á svæðinu, m.a. yfir þeim sem þessa dagana sækja lífsbjörgina í sjó undir Jökli. Gangan hefst í Dritvík þar sem Bárður tók land og endar 24 tímum síðar í Tröðinni á Hellissandi.

 
Göngudagskrá UMSB 2013

Göngudagskrá UMSB 2013

Gengið verður á miðvikudögum og farið af stað frá upphafsstað göngu kl 18:30. Nema um annað sé getið í dagskrá.

15. maí                 Snókur fjall ársins (560 m). Gengið er frá Neðra-Skarði í Hvalfjarðarsveit. Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

5. júní                   Hólmavatn í landi Stóru-Skóga. Gengið frá bílastæði við Grafarkot í Stafholtstungum sem er skógræktargirðing við þjóðveg nr 1. Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

19. júní                Hraunsnefsöxl (394 m). Gengið er frá bæjarhlaðinu á Hraunsnefi. Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

3. júlí                    Skógarganga í Reykholti, samstarf með Skógræktarfélagi Borgarfjarðar. Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

17. júlí                  Tunga (437 m) fyrir ofan Kalmannstungu, gengið frá vegamótum þar sem beygt er upp á Arnavatnsheiði og Surtshelli. Af Tungunni er fallegt útsýni yfir Norðlingafljót, Fljótstungurétt og Húsafell. Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 17:30.

7. ágúst                Grettisbæli (426 m). Grettisbæli er móbergsstapi sem er suðaustan í Fagraskógarfjalli. Ekið eftir slóða vestan við Hítará (beygt af þjóðvegi til móts við Brúarfoss). Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

21. ágúst             Fossaganga með Grímsá, gengið frá Oddsstöðum með ánni upp að Lambá. Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

4. september    Skógarganga í Grímsstaðagirðingu, samstarf með Skógræktarfélagi Borgarfjarðar. Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

18. september  Akrafjara-Útnes. Gengið frá Ökrum. Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

21. september laugardagur        Gestabók sótt á Snók. Sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 13:00 Gengið af stað frá Neðra-Skarði kl 13:30.

Gleðilegt göngusumar!
Göngunefnd UMSB

Björg Kristófersdóttir
Friðrik Aspelund
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 1 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn