Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Ferðaskálar og neyðarskýli

Víðsvegar um landið eru sæluhús og skálar sem ferðafélög og önnur félagasamtök eiga og reka. Þetta eru þægilegir áningarstaðir fyrir þá sem eru á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Sæluhús ferðafélaganna eru flest öll opin allt árið og í stærstu húsunum er gæsla yfir sumarmánuðina.

Nauðsynlegt er að panta gistingu hjá áðurnefndum eigendum /rekstraraðilum með fyrirvara til að tryggja gistipláss og forðast óþægindi.

Víðsvegar um landið eru einnig neyðarskýli á vegum björgunarsveita landsins sem eru einingar innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Mikilvægt er að brýna fyrir fólki að ganga vel um skála og skýli á ferðum sínum.

Sjá nánar um skála og neyðarskýli á landinu á landakorti heimasíðunnar.

Vakin er athygli á því að nákvæmni GPS punkta getur skeikað á milli tækja. Ábyrgð er því ekki tekin á punktunum. Ef menn verða varir við villur vinsamlegast sendið leiðréttingu á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn