Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Gestabókakassi UMFÍ fór upp á Vindberg

Síðast liðinn laugardag, þann 15. júní, fóru tvær vaskar úr HSÞ, Elín Sigurborg framkv.stjóri HSÞ og Birna Davíðsdóttir í stjórn HSÞ, upp á "Vindbelg" með gestabókarkassa UMFÍ og komu honum fyrir á besta stað.   Eins og sjá má á þessum myndum, sem Birna tók, þá var veðrið eins og best var á kosið - en því fylgdi hvimleiður ófögnuður sem Mývatnssveit er vel þekkt fyrir - rykmý !!  Við mikinn hildarleik tókst görpunum að komast í gegnum rykmýs-strókana og upp í hlíðar fjallsins, en þar fór vindur að blása og nánast allar flugur út í veður og vind.  Útsýnið af toppi vinbelgs er gífurlega skemmtilegt - vötn og tjarnir, "gervigígar" og fjöll í fjarska allt í kring.

Strókar af rykmýStrókar af rykmý

HSÞ-garpar komnir upp á Vindbelg HSÞ-garpar komnir upp á Vindbelg

Útsýni af VindbelgÚtsýni af Vindbelg

 

 

 

 

 

 

HSÞ hvetur alla á sínu starfsvæði, sem er allt frá Grenivík til Bakkafjarðar, til þess að skreppa í Mývatnssveitina og í Öxarfjörðinn og taka eina létta fjallgöngu, skrá sig í gestabók UMFÍ, sem í kössunum er, og taka þannig þátt í almenningsverkefni UMFÍ.

 Að hausti er síðan dregið úr nöfnum þátttakenda og veitt eru útivistarverðlaun.  Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni  www.ganga.is

Almenningsíþróttanefnd HSÞ

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn