Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Göngudagskrá UMSB 2013

Göngudagskrá UMSB 2013

Gengið verður á miðvikudögum og farið af stað frá upphafsstað göngu kl 18:30. Nema um annað sé getið í dagskrá.

15. maí                 Snókur fjall ársins (560 m). Gengið er frá Neðra-Skarði í Hvalfjarðarsveit. Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

5. júní                   Hólmavatn í landi Stóru-Skóga. Gengið frá bílastæði við Grafarkot í Stafholtstungum sem er skógræktargirðing við þjóðveg nr 1. Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

19. júní                Hraunsnefsöxl (394 m). Gengið er frá bæjarhlaðinu á Hraunsnefi. Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

3. júlí                    Skógarganga í Reykholti, samstarf með Skógræktarfélagi Borgarfjarðar. Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

17. júlí                  Tunga (437 m) fyrir ofan Kalmannstungu, gengið frá vegamótum þar sem beygt er upp á Arnavatnsheiði og Surtshelli. Af Tungunni er fallegt útsýni yfir Norðlingafljót, Fljótstungurétt og Húsafell. Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 17:30.

7. ágúst                Grettisbæli (426 m). Grettisbæli er móbergsstapi sem er suðaustan í Fagraskógarfjalli. Ekið eftir slóða vestan við Hítará (beygt af þjóðvegi til móts við Brúarfoss). Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

21. ágúst             Fossaganga með Grímsá, gengið frá Oddsstöðum með ánni upp að Lambá. Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

4. september    Skógarganga í Grímsstaðagirðingu, samstarf með Skógræktarfélagi Borgarfjarðar. Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

18. september  Akrafjara-Útnes. Gengið frá Ökrum. Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

21. september laugardagur        Gestabók sótt á Snók. Sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 13:00 Gengið af stað frá Neðra-Skarði kl 13:30.

Gleðilegt göngusumar!
Göngunefnd UMSB

Björg Kristófersdóttir
Friðrik Aspelund
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn