Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Viðurkenningar veittar fyrir þátttöku í almenningsíþróttaverkefni UMFÍ

Góð þátttaka var í almenningsíþróttaverkefnum UMFÍ sl. sumar og nýttu sér um leið skráningarkerfið á ganga.is til að halda utan um um hreyfingu sína í Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga. Á annað tug þúsunda einstaklinga skráðu nöfn sín í gestabækur í verkefninu Fjölskyldan á fjallið.
Fjallgöngur eru mjög vinsælar á meðal  útivistarfólks og eru dæmi um einstaklinga sem hafa gengið á yfir hundrað fjöll og fjölmargir sem gengið hafa á um 30-40 fjöll. Æ fleiri nýta sér efni sem væri að finna á www.ganga.is  en þar er greint frá fjölmörgum gönguleiðum um allt land. Einnig má finna þar fróðleik um ýmislegt sem þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað í gönguferð.
Markmiðið fyrst og fremst er að fá einstaklinga og fjölskyldur í létta fjallagönguferðir og stuðla þannig um leið að aukinni samveru, útivist og um leið að góðri líkamsrækt.
Á dögunum  fengu þeir einstaklingar viðurkenningar sem voru hvað duglegastir að hreyfa sig. Þeir sem tóku þátt í verkefninu Hættu að hanga!Komdu að hjóla, synda eða ganga fengu veglega gjafir frá Fjallakofanum og Zo-on. Þeir sem voru dregnir út í verkefninu Fjölskyldan og fjallið fengu bók að gjöf.
Verðlaunahafar í almenningsverkefnum UMFÍ voru eftirtaldir:
Einstaklingar sem gengu á flest fjöll voru Birna Steingrímsdóttir, 114 fjöll, Ástríður Helga Sigurðardóttir, 57 fjöll, og Guðbjartur Guðbjartsson sem gekk á 53 fjöll.
Þá voru dregnir út einstaklingar fyrir að hafa hreyft sig í 30, 60, 80, og 103 daga. Þeir voru Sigurður Hauksson eftir 30 daga. Eftir 60 daga var það Þóra Jónsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir eftir 80 daga og Ástríður Helga Sigurðardóttir eftir 103 daga.
Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið fengu viðurkenningu Axel Bjarkar Sigurjónsson, HSK –Skarðsmýrarfjall, Magnús Valgeir Gíslason,

                                                                                                                        

                                                                       

                                                                                                      

                                                                                                       

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn