Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Enn hægt að taka þátt í verkefninu og ganga á fjöll

Fjöllin Skarðsmýrarfjall í Ölfusi og Vatnsfell á Holtamannaafrétti eru meðal þeirra fjalla sem valin voru í verkefnið fjölskyldan á fjallið í ár, en HSK hefur tilnefnd ný fjöll í þetta verkefni allt frá upphafi verkefnisins árið 2002.

Verkefnið mun standa til 15. október nk. og eru sunnlendingar hvattir til að ganga á fjöllin og taka þátt í verkefninu með því að skrifa nafn sitt og símanúmer í gestabækur sem staðsettar eru upp á fjöllunum. Nánari upplýsingar um verkefnið má sjá á www.ganga.is

Síðar í haust verða dregnir út heppnir þátttakendur sem fá veglegar gjafir frá UMFÍ.

Guðni Guðmundsson á Þverlæk tók þátt í verkefninu líkt og undanfarin ár. Í og eftir HSK göngu á Vatnsfell  í sumar urðu til eftirfarandi vísur hjá honum:

Hér umhverfis liggur orkuforði.

Öflugir víða stíflugarðar.

Því orkan er öll á yfirborði.

Ekkert sem að Kölska varðar.

 

Af öræfum er orkan fengin.

Orkuríkt er Frón.

Umhverfisspjöll sé nánast engin.

Aðeins fögur lón.

 

Vel ég naut hér varmastunda.

Vatnsflöturinn spegilskygn.

Á Vatnsfellið er vert að skuld.

Sjá víðáttunnar miklu tign.

 

 

 

images-stories-tn_P1010013-424x350images-stories-tn_P1010013-424x350

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn