Skilaboð
 • EU e-Privacy Directive

  This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

  View e-Privacy Directive Documents

UMSB göngur 2012

UMSB göngur 2012

Hefðbundnar UMSB göngur verða á fimmtudögum og er lagt af stað frá upphafsstað göngu kl 20:00. Í ár er markmiðið að ganga á sex fjöll á sambandssvæðinu. Þetta eru mjög breytilegar göngur og vonandi að það finni allir eitthvað við sitt hæfi. Hver ganga getur tekið allt frá einum og hálfum tíma upp í fjóra til fimm tíma. Við hefjum leikinn í maí.

 • 10. maí – Gengið verður á fjall ársins, Foxufell í Hítardal. Gönguleiðin að fellinu er um 4,5 km. Mæting við Hítarvatn.
  Þeir sem vilja geta sameinast í bíla við íþróttahúsið í Borgarnesi kl 19:10.
 • 24. maíMiðfellsmúli í Hvalfjarðarsveit ( h.y.s. 272 m). Gönguleiðin upp á fellið er um 1,5 km. Mæting á þjóðveginum við bæinn Hurðarbak.
  Þeir sem vilja geta sameinast í bíla við íþróttahúsið í Borgarnesi kl 19:20.
 • 7. júníSvartitindur í Skarðsheiði ( h.y.s. 728 m). Gönguleiðin upp á tindinn er um 4,5 km. Mæting við hitaveituskúr á Grjóteyri.
  Þeir sem vilja geta sameinast í bíla við íþróttahúsið í Borgarnesi kl 19:40.
 • 21. júníVikrafell, sólstöðuganga ( h.y.s. 539 m). Gera má ráð fyrir að þessi ganga taki 4-5 klst. Mæting við Selvatn (Jafnaskarði).
  Þeir sem vilja geta sameinast í bíla við íþróttahúsið í Borgarnesi kl 19:15.
 • 5. júlí Tungukollur ( h.y.s. 666 m). Gönguleiðin upp á kollinn er um 4 km. Mæting við hitaveitutank á Grjóteyrarhæð.
  Þeir sem vilja geta sameinast í bíla við íþróttahúsið í Borgarnesi kl 19:40.
 • 19. júlíBúrfell í Reykholtsdal (h.y.s. 384). Gönguleiðin upp á fellið er um 3,5 km. Mæting við Rauðsgil.
  Þeir sem vilja geta sameinast í bíla við íþróttahúsið í Borgarnesi kl 19:15.

 

100 KM

Í ágúst hefst annað verkefni sem við stöndum fyrir en það er 100 km afmælisganga UMSB. Ætlunin er að þvera sambandssvæðið og ganga frá Hvalfjarðarbotni um Síldarmannagötur og alla leið vestur um Mýrar að Foxufelli, fjalli ársins. Gengið verður í fimm áföngum, sunnudagana:

 • 12. ágúst
 • 19. ágúst
 • 9. september
 • 16. september
 • 30. september

Þetta verkefni verður kynnt nánar síðar.

 

Gleðilegt UMSB gönguár!

Göngunefnd UMSB

Björg Kristófersdóttir, Friðrik Aspelund og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir

 

 

HtarvatnHtarvatn

 

 

 

 

 

 

 


Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn