Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Gestabókarganga á Viðarfjall við Þistilfjörð

Gestabókarganga á Viðarfjall við Þistilfjörð

Viðarfjall við Þistilfjörð hefur verið tilnefnt í verkefnið “Fjölskyldan á fjallið” sem er einn liður í almenningsíþróttaverkefnum Ungmennafélags Íslands. Héraðssamband Þingeyinga tilnefnir á hverju ári tvö fjöll á starfssvæði sínu í þetta verkefni; eitt í norðurhlutanum og annað í sunnanverðri sýslunni.

Gengið verður á Viðarfjallið næstkomandi laugardag, þann 28. apríl nk. til að koma þar fyrir gestabók. Lagt verður upp kl. 13:00 frá vegi nr. 85 (Norðausturvegi) við Litla- Viðarvatn. Gangan er auðveld; gengið er eftir slóða sem liggur á fjallið. Göngustjóri er Ásta Laufey Þórarinsdóttir á Gunnarsstöðum.

Af Viðarfjalli er gott útsýni yfir Þistilfjörð, Langanes og Melrakkasléttu. Þegar komið er að fjarskiptamastrinu og búið að skrifa í gestabókina sem verður komið fyrir í vörðunni norðan megin við skúrinn sem þar er að finna, er upplagt að ganga út á Geirlaugu, sem er núpurinn norðan í fjallinu. Það er hæsti punktur fjallsins, 369 m yfir sjávarmáli.

Tilnefning Viðarfjallsins er unnin í samstarfi við Ferðafélagið Norðurslóð og er gangan á laugardaginn á vegum þess. HSÞ og Norðurslóð hvetja fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum til að mæta í gönguna.

 

Ganga á Hálshnjúk í Fnjóskadal sem er fjallið í sunnanverðri sýslunni þetta árið, verður auglýst síðar í vor.

 

VidarfjallVidarfjall

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn