Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

HSK ganga á Gíslholtsfjall

 

tn_P1010013tn_P1010013

 

HSK ganga í síðustu viku:

Gíslholtsfjall er gott að kynna

HSK stóð fyrir fjölskyldugöngu á Gíslholtsfjall í Holtum  sl. fimmtudag og mættu 14 manns í gönguna.  Nokkuð hvasst var í veðri, en göngugarparnir létu það ekki á sig fá og fór Sverrir Kristinsson  bóndi í Gísholti fyrir hópnum. 

Farið var með póstkassa og var honum komið upp á fjallinu og er fólk hvatt til að skrifa nafn og símanúmer í bókina.

Meðal göngugarpa var Guðni Guðmundsson á Þverlæk og hann setti þessa vísu í gestabókina:

Gíslholtsfjall er gott að kynna.

Gerast hefði átt fyrir löngu.

Sverri bónda fínt að finna

og fræðast af á léttri göngu.

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn