Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Gengið á Gíslholtsfjall í næstu viku (HSK)

Verkefnið fjölskyldan á fjallið haldið i 10. sinn:

Gengið á Gíslholtsfjall í næstu viku

HSK mun taka þátt í verkefninu fjölskyldan á fjallið líkt og undanfarin ár en verkefnið er nú haldið í 10. sinn.  HSK hefur alltaf tilnefnt tvö fjöll og eru fjöllin því orðin 20 að tölu. Gíslholtsfjall í Holtum og Bjarnafell í Ölfusi urðu fyrir valinu í ár. 

HSK mun standa fyrir fjölskyldugöngu á Gíslholtsfjall fimmtudaginn 19. maí nk. og hefst gangan kl. 19:00.  Göngustjóri verður Sverrir Kristinsson bóndi í Gíslholti.

Gísholtsfjall er grasi gróið fjall sem er 168 m.y.s. og er auðvelt uppgöngu.  Lagt verður af stað á fjallið skammt frá bæjarhlaðinu í Gíslholti, en bærinn stendur við fjallið. Best er að leggja bílnum innan túngirðingar, vegna hættu á lakkskemmdum (hross). Lausaganga hunda er bönnuð á svæðinu.

Til að komast að Gíslholtsfjalli er farið upp Landveg nr. 26 frá Landvegamótum og svo inn á Hagaveg  nr. 286, rétt áður en komið er að Laugalandi. Svo er beygt inn á Heiðarveg nr. 284 við Gísholtsvatn. Einnig er hægt að fara inn á Heiðarveg nr. 284   af þjóðvegi 1, rétt  austan við Þjórsárbrú. Þaðan eru 9 km að Gíslholti.  Gott útsýni er af fjallinu og sést vel til austurfjalla, láglendi Suðurlands og um uppsveitir.

HSK gangan á Bjarnafell verður síðan þriðjudaginn 31. maí nk. kl. 19:00 og verður nánar greint frá þeirri göngu hér í Sunnlenska þegar nær dregur

 

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn