Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

UÍA og UMSB kjósa um sín fjöll

 

umfi_deildargil_-_umsbumfi_deildargil_-_umsb

Á 61. Sambandsþingi UÍA var leitað eftir tillögum þinggesta að fjalli UÍA í hinu árlega gönguverkefni UMFÍ  Fjölskyldan á fjallið.

 

Voru þinggesti beðnir að skrifa tillögur sínar á blað og stinga í víðförulan gönguskó sem hafið verið komið fyrir á, fallegum austfirskum, jaspissteini á þingstað. Grænafell á Reyðarfirði hlaut flestar tilnefningar og verður því fjall UÍA í verkefninu á komandi sumri. Fellið á ríkan þátt í sögu UMF Vals á Reyðarfirði og er gönguleiðin á það stikuð og þægileg.

 

UMSB var einnig með kosningu á sínu þingi.

Á þinginu fór fram kosning um fjall í verkefninu Fjölskyldan á fjallið í sumar. Kosið var um Strút, Brekkufjall og Búrfell í Hálsasveit. Fyrir valinu varð Strútur.

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn