Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Gríðarlega góð þátttaka í verkefninu Fjölskyldan á fjallið

Gríðarlega góð þátttaka í verkefninu Fjölskyldan á fjallið


Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið rituðu um 15 þúsund manns nöfn sín í gestabækur sem voru á 24 fjöllum í sumar. Flest þessara fjalla eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar.
Göngugarpar voru hvattir til að skrifa nöfn sín í gestabækurnar á fjöllum. Á hverju hausti er síðan dregið úr hópi þátttakenda og hljóta hinir heppnu sérstök verðlaun. Í ár voru fimm nöfn dregin út og hljóta þeir verðlaun frá UMFÍ.

Verðlaunahafar fyrir Fjölskyldan á fjallið voru Ragnhildur Sara Arnarsdóttir gekk á Úlfarsfell fjall UMSK , Ingunn Lilja Arnórsdóttir gekk á Miðfell fjall HSK, Guðjón Halldórsson gekk á Þyril fjall UMSB, Helga Gísladóttir gekk á Geirseyramúla fjall HHF og Aldís Þyrí Pálsdóttir gekk á  Þingmannaveg yfir Vaðlaheiði fjall UFA.

Verkefnið heldur áfram á næsta sumar og verður nánar auglýst þegar nær dregur. Ungmennafélag Íslands þakkar öllum sem tóku þátt í verkefninu og vonast til að sjá sem flesta taka þátt í verkefnum UMFÍ á næsta ári.

 

tn_DSC03828tn_DSC03828

 

Mynd: frá heimsókn í leikskólann Undraland þar sem Ingunn Lilja Arnórsdóttir var verðlaunuð en hún var dregin úr pottinum fyrir að ganga á Miðfell.

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn