Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Grunnskólaganga UMFÍ

Markmið Grunnskólagöngu UMFÍ er að vekja grunnskólabörn til umhugsunar um þær gönguleiðir sem eru í nágrenni síns skóla sem og í sveitarfélaginu. Hægt er að nálgast upplýsingar um gönguleiðir í sveitarfélaginu á vefnum ganga.is undir reitnum ,,göngukort“. Nemendurnir vinna verkefni sem felst í því að nemendur vinni í hópum að því að finna nýjar gönguleiðir, sem ekki er að finna á vefnum ganga.is, í nágrenni skólans eða í viðkomandi sveitarfélagi. Nemendurnir taka myndir af leiðinni, tímamæla hana og gera stutta lýsingu á henni. Þegar hópurinn hefur lokið verkefninu senda þeir upplýsingarnar ásamt mynd af hópnum sem vann að verkefninu á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . UMFÍ mun senda skólunum skilti sem setja á niður við skólann  að auki fær hver hópur viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Allar þær gönguleiðir sem nemendur skila inn til UMFÍ verða settar inn á vefinn ganga.is undir nafni viðkomandi skóla.

Hægt er að útfæra verkefnið þannig að margir kennarar koma að því. Stærðfræðikennarinn getur séð um að láta krakkana mæla leiðina og gert önnur verkefni á leiðinni, Íslensku kennarinn getur séð um frásögn á gönguleiðinni svo  getur íþróttakennarinn notað leiðina sem lið í sinni kennslu svo dæmi séu tekin.

 

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn