Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Viðurkenningar fyrir þátttöku í almenningsíþróttum hjá UMFÍ

Mynd: Þátttakendur sem fengu viðurkenningar í almenningsíþróttum hjá UMFÍ við athöfnina sem fram fór í þjónustumiðstöð UMFÍ.Mynd: Þátttakendur sem fengu viðurkenningar í almenningsíþróttum hjá UMFÍ við athöfnina sem fram fór í þjónustumiðstöð UMFÍ.Gríðarlega góð þátttaka var í almenningsíþróttaverkefnum UMFÍ í sumar. Verðlaunaafhending fór fram í þjónustumiðstöð Ungmennafélags Íslands um helgins þar sem verðlaunaðir voru þátttakendur í verkefninu Hættu að hanga!Komdu að hjóla, synda eða ganga og Fjölskyldan á fjallið.


Einstaklingar sem dregnir voru út fyrir að hafa hreyft sig 30 daga, 60 daga og 80 daga fengu viðurkenningar. Einn einstaklingur var dreginn út sem hafði hreyft sig í 103 daga. Einnig fengu hópar sem hreyfðu sig í flesta daga og gengu á flest fjöll viðurkenningar.


Þeir einstaklingar sem gengu á flest fjöll voru Birna Steingrímsdóttir, 62 fjöll, Elínborg Kristinsdóttir, 58 fjöll og Sigríður Bára Einarsdóttir 55 fjöll.
Aldís Anna Tryggvadóttir og Katrín Guðrún Pálsdóttir fengu viðurkenningu fyrir að hafa hreyft sig í 30 daga. Ingibjörg Eggertsdóttir og Anna Filbert fyrir 60 daga og Kristjana Sigmundsdóttir og Heiða Rúnarsdóttir fyrir 80 daga. Rósa Jónsdóttir fékk viðurkenningu fyrir 103 daga.


Hópar sem hreyfðu sig mest voru Hólabrekkuskóli í 505 daga, Maritech í 270 daga og Garpar í 260 daga.
Hópar sem gengu á flest fjöll voru Maritech og Garparnir sem gengu á 20 fjöll og Gréturnar sem gengu á 19 fjöll.


Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið rituðu um 15 þúsund manns nöfn sín í gestabækur sem voru á 24 fjöllum. Flest þessara fjalla eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar.


Göngugarpar voru hvattir til að skrifa nöfn sín í gestabækurnar á fjöllum. Á hverju hausti er síðan dregið úr hópi þátttakenda og hljóta hinir heppnu sérstök verðlaun. Í ár voru fimm nöfn dregin út og hljóta þeir verðlaun frá UMFÍ.

Verðlaunahafar fyrir Fjölskyldan á fjallið voru Ragnhildur Sara Arnarsdóttir, Ingunn Lilja Arnórsdóttir, Guðjón Halldórsson, Helga Gísladóttir og Aldís Þyrí Pálsdóttir.


Verkefnið heldur áfram á næsta sumar og verður nánar auglýst þegar nær dregur. Gestabækur verða áfram á fjöllum og ef til bætast við fleiri fjöll við þau sem fyrir voru. Ungmennafélag Íslands þakkar öllum sem tóku þátt í verkefninu og vonast til að sjá sem flesta taka þátt í verkefnum UMFÍ á næsta ári.


Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn