Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Verkefnið Helgi á göngu

 

Verkefnið Helgi á göngu

Verkefnið Helgi á göngu fór af stað á Borgarfirði eystri í gærkvöldi. Það var svartaþoka og því hætt við að fara upp á Svartfellið en í staðinn gengið inn hjá Urðarhólum og Urðarhólavatni þar sem er ein stærsta líbarítströnd landsins.

 

Urðarhólar eru framhlaup, innst í Borgarfirðinum og um þá liggur um þriggja kílómetra stikuð gönguleið, akkúrat passleg til að skrá sem göngu dagsins í Hættu að hanga, komu að synda, hjóla ganga.

 

Skyggni í göngunni var lítið og leiddi Hafþór Snjólfur Helgason göngumenn, sem voru á þriðja tug, áfram eftir GPS tæki. Sérlega gott þykir að fleyta kerlingum á Urðarhólavatni.

 

Sett var upp keppni í greininni þar í gærkvöldi og vann Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur á Egilsstöðum, hana en steinninn hans skoppaði átta sinnum á vatninu.

 

3566357_helgi_a_gongu_13566357_helgi_a_gongu_1

Mynd: Frá göngunni.

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn