Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Helgi á göngu: Útivistar og menningarhelgi á Borgarfirði eystri

 

Ungmennafélag Borgarfjarðar, í samstarfi við Ungmennafélag Íslands og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, standa fyrir verkefninu Helgi á göngu. Á Borgarfirði teygir það sig yfir hálfa næstu viku.

Miðvikudagur 23. júní
Sólstöðuganga á Svartfell (510m.y.s.)

Lagt af stað frá Breiðuvíkurafleggjara austan Fjarðarár kl 22:00 og gengið á Svartfell
Frí ganga undir leiðsögn heimamanna og allir velkomnir.
Eftir göngu er opið hús í  Fjarðarborg. Lifandi tónlist og eitthvað gott með kaffinu.


Fimmtudagur 24. júní
Stapavík - Gönguskörð - Njarðvík

Lagt af stað frá Unaósi kl 14:00 og gengið út með Selfljóti að Stapavík en þar er  gömul uppskipunarhöfn.
Þeir sem vilja geta gengið sömu leið til baka en leiðsögn verður um gömlu þjóðleiðina til Njarðvíkur og Borgarfjarðar um Gönguskörð.


Föstudagur 25. júní
Borgarfjörður – Brúnavík – Breiðuvík

Gengið undir leiðsögn frá Kolbeinsfjöru í Borgarfirði til Brúnavíkur um Brúnavíkurskarð. Í Brúnavík verður einstök líparítfjaran skoðuð. Frá Brúnavík er haldið í Súluskarð, gengið ofan Hvalvíkur og Kjólsvíkur og áfram til Breiðuvíkur.
Gist verður um nóttina í Breiðuvíkurskála. Kvöldvaka, tónlist og grill um kvöldið þar sem hver og einn kemur með grillvarning fyrir sig. Öllum er velkomið að taka þátt í þessari kvöldstund og er aðgangur ókeypis. Drykkir verða seldir í Breiðuvík fyrir þá sem vilja. Boðið verður upp á trússflutning til og frá Breiðuvík.


Laugardagur 26. júní
Breiðuvík – Borgarfjörður, um Víknaheiði

Gengið inn dalinn í Breiðuvík og yfir Víknaheiði sem þykir einn fegursti fjallvegur á Íslandi. Í botni Borgarfjarðar er gengið framhjá Gæsavötunm, og um Urðarhóla við Urðarhólavatn
Tónleikar um kvöldið í Fjarðarborg með valinkunnum listamönnum.


Sunnudagur 27. júní
Létt skoðunarferð um Bakkgerðisþorp undir leiðsögn kl 14:00

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn