Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Reykjanes gönguferðir 2010

Reykjanes gönguferðir 2010

Hitaveita Suðurnesja hf (HS hf) og Geysir Green Energy (Geysir) kynna göngudagskrá sem verður í boði í sumar um Reykjanesskagann í samstarfi við SBK, Víkurfréttir, Björgunarsveitina Suðurnes og Rannveigu Garðarsdóttir leiðsögumann.

Fyrirtækin bjóða upp á alls 10 gönguferðir um Reykjanesið á tímabilinu júní – ágúst 2010, allar undir leiðsögn Rannveigar.  Einnig munu jarðfræðingar HS hf, jarðfræðingar Geysis koma að gönguferðum með sértækari fróðleik.

 

Upphaf verkefnisins er að Rannveig Garðarsdóttir leitaði til HS hf með þá hugmynd að fá fyrirtækið til að standa með sér að þessu metnaðarfulla verkefni.   Ákveðið var að leita til samstarfsaðila með sömu stefnu í umhverfismálum og var Geysir Green Energy fengin til liðs við verkefnið.  SBK mun sjá um akstur á göngufólki til og frá göngustað og Víkurfréttir mun fjalla um hverja gönguferð ásamt því að Björgunarsveitin Suðurnes leggur til liðsmann úr sveitinni í allar gönguferðirnar með viðeigandi öryggisbúnað.

 

Rannveig hefur mikla reynslu af gönguferðum um Reykjanesskagann.  Hún stóð m.a. fyrir gönguhóp sem gekk vikulega um svæðið um sumartímann árin 2001 – 2008.  Auk þess hefur hún ferðast með fjölmarga hópa um Reykjanesskagann og allt landið sem leiðsögumaður.  Hún hefur verið í forsvari Leiðsögumanna Reykjaness.

 

Reykjanesskagi er kjörlendi göngufólks og þar geta allir fundið gönguferðir við sitt hæfi.  Náttúran er mögnuð, láglendi mikið, virkar gosdyngjur með allri sinni litadýrð og þar er hægt að ganga í gegnum aldir á jarðfræðilegan mælikvarða.  Á svæðinu eru fjölmargar gamlar þjóðleiðir þar sem klappað er í hraunið eftir hófa og fætur liðinna alda, landnámssagan er eftirtektaverð og breytingar á búsetu á Reykjanesskaga er einnig merkileg.

 

Gönguferðirnar eru allar á miðvikudögum og munu hefjast við höfuðstöðvar SBK Grófinni 2 – 4, kl. 19:00 stundvíslega.  Kostnaðurinn er aðeins 1000 kr. pr mann fyrir rútu fram og tilbaka og gæðaleiðsögn.

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn