Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Hefur þegar gengið á fimm fjöll

Verkefnið Hættu að hanga, komdu að hjóla, synda eða ganga, hóf göngu sína með fjölskylduhátið UMFÍ að Miðfelli í Hrunamannahreppi um síðastliðna helgi. Verkefnið stendur til 16. september.



Elínborg Kristinsdóttir, sem hefur verið virkur þátttakandi í verkefnum tengdum almenningsíþróttum sem UMFÍ hefur staðið fyrir í gegnum tíðina, gefur ekkert eftir því nú þegar hefur hún gengið á fimm fjöll. Elínborg hefur því fengið bronsverðlaun fyri árangur sinn. Þátttakendur fá síðan silfur fyrir að ganga á 10 fjöll og loks gull fyrir 20 fjöll.



Megintilgangur verkefnisins er að hvetja einstaklinga, fyrirtæki, fjölskyldur og hópa til að hreyfa sig og stunda helbrigða lifnarðarhætti. Þátttakendur skrá inn þá hreyfingu sem þeir stunda inn á vefinn www.ganga.is eða fá stimpil í göngubók fyrir að hjóla 5 km, synda 500 metra, ganga eða skokka 3 km og fyrir að ganga á fjöll.



Hægt verður að fá stimpil í göngubókina í afgreiðslu sundlauga landsins. Fyrir að hreyfa sig í 30 skipti fá þátttakendur bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti. Einnig eiga þátttakendur kost á öðrum veglegum verðlaunum fyrir þátttöku sína.



Öllum er heimil þátttaka, óháð aldri, en hægt er að velja milli þátttöku í einstaklingskeppni, hópakeppni eða fyrirtækjakeppni. Senda þarf göngubókina til þjónustumiðstöðvar UMFÍ fyrir 1. október 2010. UMFÍ hvetur alla til að taka þátt í verkefninu - hættu að hanga, komdu að hjóla, synda eða ganga.

Göngubókin Göngum um Ísland liggur frammi á sölustöðum N1 og flestum sundlaugum landsins.

 

3531973_elinborg_kristinsdottir3531973_elinborg_kristinsdottir

Mynd: Sigurður Guðmundsson, landsfullttrúi UMFÍ og umsjónarmaður verkefnisins er hér ásamt Elínborgu Kristinsdóttur sem gengið hefur nú þegar á fimm fjöll.

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn