Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Göngur UMSB sumarið 2010

Í  sumar verður gengið að ýmsum fossum í héraðinu, sérstaklega þeim sem ekki eru  í alfaraleið. Göngurnar verða flestar að venju á fimmtudagskvöldum. Auk þess verður gengið á Þyril  og Varmalækjarmúla sem eru fjöll UMSB í verkefni UMFÍ, “fjölskyldan á fjallið” og verða gestabækur þar í sumar.

 

Föstudaginn 11. júní,  kl. 19.00 verður farið með gestabók á Þyril í Hvalfirði. Mæting fyrir ofan tanka Olíudreifingar í Litlasandsdal (fyrir ofan hvalstöðina).

Miðvikudaginn 23.júní. kl.20.00.  Jónsmessuganga á Varmalækjamúla. Boðið í kaffi og meðlæti að veitingahúsinu í Fossatúni að lokinni göngu. Mæting á melunum fyrir ofan Fossatún.

Fimmtudaginn 8. júlí kl.19.30. Gengið með Botnsá og skoðaðir fossar (ekki Glymur)  Á bakaleið verður  komið við hjá Paradísarfossi í Brunná. Mæting við bílastæðið við Stóra Botn.

Fimmtudaginn 22. júlí kl. 19.30. Fossaganga með Fitjaá í Skorradal,  Hvítserkur og fleiri fossar. Mæting við bæinn Fitja, þar verður sameinast í jeppa.

Fimmtudaginn 5. ágúst. Kl. 19.30.  Deildargil við Hraunsás í Hálsasveit. Gengið að Langafossi. Mæting ofan við heimreiðina að Hraunsási.

Fimmtudaginn 19. ágúst kl. 19.30. Gengið upp með Rauðsgili og fossarnir þar skoðaðir. Mæting við Rauðsgilsrétt.

Fimmtudaginn 2. september kl. 19.30. Gengið um Árdalsgil við Árdal. Mæting við Árdal.

 

Frekari upplýsingar um göngurnar er hægt að fá í síma

862 6361 og á vefnum www.umsb.is

 

Göngurnar má einnig sjá í Ferðir á næstunni.

 

Göngunefnd UMSB

umfi_Grms_2umfi_Grms_2

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn