Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fjölsóttur Fjölskyldudagur UMFÍ í blíðskaparveðri

Fjölskyldudagur UMFÍ var haldinn við rætur Miðfells í Hrunamannahreppi í dag. Dagurinn var fjölsóttur en um 300 manns skemmti sér hið besta í blíðskaparveðri og 20 stiga hita.

Dagurinn verður haldinn í því augnamiði að vekja athygli á verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga sem og öðrum þeim góðu verkefnum sem UMFÍ hefur fram að færa á sviði almenningsíþrótta nú um stundir.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, fluttu stutt ávörp.

Skipulögð var dagskrá með skemmtiatriðum fyrir alla fjölskylduna. Meðal þeirra sem komu fram á deginum var Íþróttaálfurinn og Solla stirða.

Deginum lauk síðan með göngu á Miðfell sem er eitt af tveimur fjöllum sem HSK hefur tilgreint í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Farið var með póstkassa upp á fjallið á þessum degi og fólk ritaði nafn sitt í gestabókina.

Hér má sjá nokkrar myndir frá Fjölskyldudegi UMFÍ.

 

umfi_IMG_8018umfi_IMG_8018

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn