Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Bókin Göngum um Ísland 2010 komin út

Göngubókin, Göngum um Ísland 2010, er komin út. Bókin tengist verkefninu Fjölskyldan á fjallið og Göngum um Ísland sem Ungmennafélag Íslands hefur staðið fyrir undanfarin ár.

Eins og endranær hefur verið gefin út leiðbók sem hefur að geyma upplýsingar um fjölda gönguleiða vítt og breitt um landið. Að þessu sinni er bókin í breyttu formi sem verður vonandi til þess að bókin verði göngufólki aðgengilegri en áður.

Bókin hefur auk þess aldrei verið stærri en alls er hún 128 síður. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda.

Göngubókin er þessa dagana að fara í dreifingu um allt land en hana verður hægt að finna á öllum sölustöðum N1 og sundlaugum víðs vegar um land. Síðar verður hægt að nálgast hana á upplýsingastöðum ferðamála um allt land.

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn