gangaHanga,,Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda og ganga“ fer fram dagana 5. júní til 15. september 2013. Verkefnið stendur því yfir í 103 daga . Öllum er heimil þátttaka, óháð aldri og hægt er að velja milli þátttöku í einstaklingskeppni og hópa /fyrirtækjakeppni eða vera með í báðum keppnunum. Þátttakendur skrá niður sína hreyfingu inn á ganga.is.
Einstaklingskeppni
Til að taka þátt í einstaklingskeppninni geta þátttakendur skráð sig til leiks hér. Sú hreyfing sem hægt er að skrá er að ganga eða skokka 3 kílómetra, ganga á fjöll, hjóla 5 kílómetra eða synda 500 metra. Sérstök viðurkenning verður veitt þeim sem hreyfa sig í 30, 60 eða 80 skipti. Fyrir að hreyfa sig í 30 skipti fá þátttakendur bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti. Einnig fá heppnir þátttakendur gjafabréf 30,60 og 80 skipti.
Einnig er keppt í því hversu mörg fjöll gengið er á og vegleg verðlaun eru fyrir þá sem ganga á flest fjöll.