Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Vel heppnuð kynning í heilsueflingu og útivist á Ísafirði

Kynningin „Heilsuefling og útivist“ fór fram í Menntaskólanum á Ísafirði fyrir helgina og heppnaðist með ágætum.

Fulltrúi frá Ungmennafélagi Íslands var á staðnum og kynnti m.a. vefsíðuna ganga.is. Heilmikil kynning var frá UMFÍ um nýja vef en þar er að finna gönguleiðir en hlutverk vefsíðunnar er m.a. að stuðla að enn frekar uppbyggingu gönguleiða á Íslandi og aðgengi að þeim.

Lýðheilsustöð var með kynningu á heilsueflingu í framhaldsskólum sem er verkefni sem þeir eru að fara að setja af stað.

Aðstandendur heilsueflingar í Ísafjarðarbæ fjölluðu um það sem unnið hefur verið með á svæðinu og buðu upp á heilsudrykki og kennslu í stafagöngu.

 

3476119_heilsuefling_a_isafirdi3476119_heilsuefling_a_isafirdi

Mynd: Aðilar sem tóku þátt í kynningunni á Ísafirði

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn