Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Ferðafélag Ísfirðinga vakið úr dvala

Ferðafélag Ísfirðinga hefur verið vakið úr dvala eftir áralanga bið.

Félagið hefur staðið fyrir mörgum ferðum og hefur verið mjög vel sótt.

35 manns tóku þátt í fjórðu göngu Ferðafélags Ísfirðinga sem gengin var sunnudaginn 21.mars þar sem gengið var um Dýrafjörð. Gengið var um fjörðinn og skoðaðir voru helstu sögustaðir Dýrafjarðar, gengnir voru fimm kílómetrar og tók gangan um tvær klukkustundir.

 

Einnig var farið á söguslóðir Gísla Súrrssonar annan sunnudaginn í mars. Þetta var þriðja ganga félagsins. Í göngunni voru 45 manns og gengnir voru sex kílómetrar á tveimur klukkutímum með stoppum. Að sögn ferðalanganna var veðrið mjög gott, sólarglennur til að byrja með, en annars logn og milt.

 

FerdafelagsgangaHoltFerdafelagsgangaHolt

Hluti hópsins sem fór í gönguna á söguslóðir Gísla Súrssona. Á myndina vantar hluta hópsins sem gekk út fyrir Holtsoddann. Mynd: Hilmar Pálsson.

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn