Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Gönguklúbbur stofnaður í Skagafirði

Gönguklúbbur stofnaður í Skagafirði

Gönguklúbbur var nýlega stofnaður í Skagafirði. Forsprakkar klúbbsins, þær Rósa María Vésteinsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir segja að klúbburinn sé öllum opinn, jafnt vönum göngugörpum sem og tilvonandi göngugörpum.

Í héraðsblaðinu Feyki kemur fram að þær stöllur hafi oft rætt saman um þær frábæru gönguleiðir sem eru í Skagafirði og hversu leiðinlegt það er að hafa ekki getað nýtt sér þær meira sökum skorts á ferðalögum og þekkingar á staðháttum.

Eftir að hafa gert smá könnun meðal vina og ættingja voru 25 manns komnir á blað og var ákveðið að stofna gönguhóp fyrir áhugamenn um fjallamennsku og útivist. 16 manns mættu á stofnfund og stofnuð var þriggja manna nefnd til að halda utan um dagskrá hópsins og koma henni á framfæri.

Markmið félagsins er að koma saman fólki sem hefur áhuga á útivist og hreyfingu og ganga saman.

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn