Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Gönguverkefni UMFÍ - 92 ára gömul gekk 44 sinnum á Hvolsfjall

Gönguverkefni Ungmennafélags Íslands og sambandsaðila, Fjölskyldan á fjallið, tókst með afbrigðum vel í ár.  Eins og venjulega þá tilnefndi HSK tvö fjöll til að ganga á í sumar. Annars vegar Mosfell í Grímsnesi og Hvolsfjall við Hvolsvöll.

Alls gengu tæplega eitt þúsund manns á þessi fjöll og hefur þátttakan aldrei verið meiri.  Bæði eru fjöllin frekar auðveld uppgöngu og hefur það eflaust eitthvað að segja með þessa góðu þátttöku.

Í gestabækur sem eru staðsettar á toppi fjallanna rita göngugarpar nafn sitt og margir hverjir símanúmer.  Á haustin er dregið síðan út eitt nafn í hvorri gestabók og hlýtur sá heppni viðurkenningu frá HSK og UMFÍ.  Í ár voru dregin út þau Nathan Freyr Morthens frá Sauðárkróki og Guðrún Sveinsdóttir sem dvelur á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Nathan Freyr er 10 ára og Guðrún er 92 ára.

Ekkert kynslóðabil í þessu verkefni.  Guðrún gekk ekki einu sinni á Hvolsfjall heldur hvorki í fleiri né færri en í 44 skipti.  Hér er um að ræða nýtt HSK met í fjölda gönguferða auk þess sem að mönnum rekur ekki minni til þess að margir yfir níræðu hafi tekið þátt í þessu góða verkefni.

Guðrún er góð fyrirmynd annarra eldri borgara og ættu sem flestir að nota gott veður yfir sumartímann og að hausti til að njóta íslenskrar náttúru.  Guðrúnu var afhent viðurkenning á dögunum og var hún hin hressasta.  Taldi víst að hún hefði farið yfir 50 sinnum á fjallið ef hún hefði ekki fótbrotnaði í haust.  Hún var engu að síður komin aftur á fætur og lék við hvern sinn fingur við afhendinguna.

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn