Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Menningar- og sögutengd ganga um Hraun

Menningar- og sögutengd ganga í boði Grindavíkurbæjar og Saltfiskssetursins verður sunnudaginn 11. október og hefst kl. 13:00. Gangan hefst við Hraun austan Þórkötlustaðahverfis með vígslu á sjöunda söguskiltinu sem sett er upp í Grindavík.

Genginn verður hringur  m.a. að: fiskgörðum í Slokahrauni, strandstað Cap Fagnets, Tyrkjadys og hinum forna kirkjustað. Ómar Smári og Sigrún Franklín sjá um fræðsluna. Gangan tekur um einn til tvo klukkutíma með fræðslustoppum. Gengið í hrauni og grasi.

Gangan er liður í viðburða- og menningardagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar. Í lok göngu verður heitt á könnunni. Allir eru velkomnir.

Sigrún Jónsd. Franklín, verkefnastjóri, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. gsm 6918828 www.sjfmenningarmidlun.is

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn