Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Kirkjuganga í Grindavík

Í tilefni af aldarafmæli gömlu Grindavíkurkirkju verður kirkjuganga laugardaginn 26. september. Mæting er kl. 11 við gömlu Grindavíkurkirkju þaðan verður ekið með einkabílum að Staðarkirkjugarði. Gengin verður kirkjugatan frá Stað að gömlu Grindavíkurkirkju í Járngerðarstaðahverfi.

Gengið verður í grasi og hrauni. Gangan tekur um 2 - 3 tíma með fræðslustoppum. Kirkjan var vígð þennan dag árið 1909. Hún var afhelguð 1982 og síðan hefur verið m.a. barnavistun og ýmiss félagsstarfsemi í húsinu.

Söguskilti verður sett upp við kirkjuna. Myndir verða af gömlum kirkjumunum og heitt á könnunni í tilefni dagsins.

Allir eru velkomnir. Gangan er liður í viðburða- og menningardagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar.

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn