Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Árleg ferð Ferðafélagsins á Hvannadalshnjúk

Árleg ferð á Hvannadalshnjúk (2.110) sem hefur notið mikilla vinsælda verður farin 30. maí. Ekið verður á einkabílum austur í Öræfi föstudagskvöldið 29. maí og er gisting að eigin vali.

Gengin verður Sandfellsleið og hefst fjallgangan kl 04:00 við bílastæðið við Sandfell á laugardeginum. Hæðarhækkun eru rúmir 2000 metrar og er gert ráð fyrir að gangan taki í heild 12 til 15 klukkustundir. Heitur grillmatur og svalardrykkir bíða við rætur fjallsins.


Helsti útbúnaður: Skór með góðum sóla, mannbroddar, klifurbelti, ísöxi, sólgleraugu, sólaráburður, skjólgóður fatnaður og nesti. Nánari útbúnaðarlisti verður sendur með tölvupósti.

Undirbúningsfundur 27.  maí kl 20 í Mörkinni
Skráning og greiðsla fyrir 1. maí.

Þátttaka í dagsferðum FÍ og reglulegar fjallgöngur góður undirbúningur fyrir ferðina.  Sjá undirbúningsáætlun FÍ fyrir ferðina á heimasíðu FÍ.

Verð kr 12.000/15.000 án gistingar og búnaðar.  Búnaður fæst leigður hjá FÍ. Takmarkað magn.


Innifalið í verði: Fararstjórn, grill og svaladrykkir eftir göngu og bolur.

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn