Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Ferð á Krísuvíkurberg með Reykjanesfólkvangi

Ferðafélag Íslands efnir til ferðar á Krýsuvíkurberg, sunnudaginn 26. apríl í samstarfi við Reykjanesfólkvang. Farið verður í rútu frá Mörkinni 6 kl. 10.30 og komið síðan við hjá verslunarmiðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði, rétt fyrir kl. 11.

Sunnan Krýsuvíkurkirkju verður ekinn slóði niður að vestanverðu berginu og hugsanlega verður að ganga einhvern spöl ef slóðinn er blautur.

Krýsuvíkurberg er langstærsta fuglabjarg á Reykjanesskaganum og talið að þar verpi yfir 57 þúsund sjófuglapör. Bergið er um 7 km langt og mesta hæð um 70 m. Á miðju berginu er Krýsuvíkurbergsviti og þangað er göngunni heitið.

Forvitnileg eldstöð er í berginu vestanverðu og þar er Ræningjastígur, þar sem Tyrkir stigu á land og drápu matseljuna í selinu við Selöldu. Skammt frá er svo Heiðnaberg.

Hér er margt að sjá, hvort sem áhuginn tengist fuglalífi, jarðfræði eða fornum mannvistarleifum. Öldum saman nytjuðu bændur í Krýsuvík bergið og fluttu marga hestburði af eggjum og fugli í bú sín.

Komið verður aftur í Mörkina eigi síðar en kl. 19.


Verð kr. 4.000 / 6.0000
Fjölskyldugjald kr. 6.000

Skráning á skrifstofu FÍ fyrir föstudag.

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn