problems clearing cache file /var/www/Joomla/ganga/htdocs/cache/refTableSQL/d697892016c893e9975d64fee0c579a0 Menningar- og sögutengd ganga um Gerðavelli
Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Menningar- og sögutengd ganga um Gerðavelli

Menningar- og sögutengd ganga í boði Grindavíkurbæjar og Saltfiskssetursins verður laugardaginn 18. apríl og hefst kl. 13:00. Gangan hefst við Stóru-Bót með vígslu á sjötta söguskiltinu sem sett er upp í Grindavík.  (Rétt hjá stóra fjarskiptamastrinu  við þéttbýli Grindavíkur)

Gengið verður með ströndinni að Virkinu og Engelskulág þar sem 15 Englendingar voru drepnir í Grindavíkurstríðinu árið 1532. Síðan verður gengið yfir Rásina, ef fært er, í átt að gerði Junkara en þeir voru þýskir menn sem voru hér á 14. og 16. öld og ýmsar sögur fara af. Á Gerðavöllum má jafnframt sjá ýmsar minjar um búskap, stekk, rétt o.fl.

Ýmislegt verður skoðað sem  fyrir augu ber á leiðinni. Ómar Smári Ármannsson og Sigrún Franklín munu sjá um fræðsluna. Gangan tekur 1-2 klukkutíma með fræðslustoppum. Gengið er í grasi og sandi að mestu og því er gott að vera í góðum skóm. Allir á eigin ábyrgð.

Gangan er liður í viðburða- og menningardagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar ´09 sjá nánar á www.grindavik.is

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn