Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Myndakvöld hjá Útivist 2. febrúar í Húnabúð

Fyrsta myndakvöld ársins verður haldið í kvöld 2. febrúar  kl. 20 í Húnabúð, Skeifunni 11.
Sýndar verða myndir frá hinu nýstofnaða Vatnajökulsþjóðgarði sem er stærsti þjóðgarður Evrópu. Flatarmál hans er um 12.000 ferkílómetrar eða um 11% af Íslandi.
 
Í þjóðgarðinum er að finna samvirkni jarðelds, jarðhita og myndunar jökla, landmótun jökla og vatnsfalla, eins og segir á vefsíðu þjóðgarðsins. Jósef Hólmjárn sýnir einstæðar myndir sínar sem hann hefur tekið á ferðum sínum um þetta stórbrotna svæði á undanförnum árum.

Myndakvöldin eru öllum opin, jafnt félagsmönnum sem öðrum. Aðgangseyrir er 800 kr. Sýningin stendur yfir í rúma klukkustund og er að henni lokinni boðið upp á köku- og brauðtertuhlaðborð kaffinefndar Útivistar þar sem borð svigna undan kræsingum.

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn