Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Menningar- og sögutengd ferð um Hópshverfi

Menningar- og sögutengd ferð í boði Grindavíkurbæjar og Saltfiskssetursins verður laugardaginn 11. október kl. 11:00. Ferðin hefst við Saltfisksetrið, Hafnargötu 12a.

 

Gengið verður að tóftum gamla Hópsbæjar og Neðri-sundvörðu. Þar verður vígt fimmta söguskiltið sem sett er upp í Grindavík og nú í Hópshverfi. Þar má má sjá ýmsar minjar, s.s. tóftir gamla torfbæjarins á Hópi og jafnvel minjar um landnámsskála Molda-Gnúps, landnámsmanns Grindavíkur.

 

Gengið verður með strandlengjunni að Eyjagarði, hafnarbakkanum sem reistur var í Vestmannaeyjagosinu, og að minjum á Hópsnesi.

 

Boðið verður upp á stutta siglingu til baka um Hópið með björgunarsveitabátnum, Oddi V.

Gíslasyni, ef veður leyfir.

 

Í ferðinni verður ýmislegt skoðað sem  fyrir augu ber á leiðinni. Ómar Smári Ármannsson, Óskar Sævarsson og Sigrún Jónsd. Franklín sjá um fræðsluna. Áætlað er að ferðin taki um tvo tíma.

 

Í lok ferðar er tilvalið að koma við í Saltfisksetrinu og skoða sýningar sem þar eru og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni. Ferðin er liður í viðburða- og menningardagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar 2008.

 

Ath.  Ferðin hefst kl. 11:00, en ekki kl. 13:00 eins og stendur í

viðburða- og menningardagskrá 2008.

 

Nánari upplýsingar hjá Sigrúnu Jónsd. Franklín, verkefnastjóra gsm 6918828 www.sjfmenningarmidlun.is eða www.grindavik.is

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn