Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Myndakvöld FÍ miðvikudag 24. september

Myndakvöld Ferðafélags Íslands verður haldið miðvikudag 24. septembe í húsakynnum félagsins og hefst klukkan 20.

Jóhannes Ellertsson langferðabílstjóri og ferðafélagi sýnir kvikmyndir úr ferðum félagsins, allt frá árinu 1958.  Jóhannes sem var á meðal fyrstu manna á landinu sem eignaðist kvikmyndatökuvél og tók fjölmargar kvikmyndir á ferðum sínum með félaginu. Ótal margir gamlir og góðir félagsmenn koma við sögu í þessari sýningu Jóhannesar sem sýnir á skemmtilegan hátt stemmingu í ferðum, búnað, leiðsögn og fleira.

  Aðgangseyrir á myndakvöldið er kr. 600. Innifalið er kaffi og meðlæti.  Allir velkomnir.

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn