Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Gengi á Kvígindisfell með Ferðafélagi Íslands

Ferðafélagið efnir til göngu á Kvígindisfell (783 m) sunnudaginn 21. september. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 10.30. Kvígindisfell er á mörkum Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu, nálægt Uxahryggjaleið, um klukkustundar akstur frá Reykjavík.

Mjög víðsýnt er af fjallinu, en til þessa hefur ekki verið ýkja tíðförult á það. Í hittiðfyrra lauk Ferðafélagið stikun gönguleiðar á Kvígindisfell og á næstu dögum setur félagið upp upplýsingaskilti um fjallið og útsýni af því við uppgöngustað í Víðikerum (rétt hjá eldri Uxahryggjavegi sem haldið verður opnum í framtíðinni). Ganga á Kvígindisfell telst fremur létt. Hækkun frá uppgöngustað er 443 m.

Bent skal á lýsingu á gönguleiðinni á Kvígindisfell (ásamt korti af leiðinni) í riti Leifs Þorsteinssonar, Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar (s. 49), sem gefið var út 2007 í ritröðinni Fræðslurit Ferðafélags Íslands (rit nr. 14).

Fararstjóri í göngunni er Ingi Sigurðsson.

Farið er á einkabílum en þátttakendur safnast saman í bíla fyrir brottför.

Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn