Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Gengið upp á Óshyrnu

 

Farið verður í skipulagða fjallgönguferð upp á Óshyrnu á laugardag, en það er eitt af þeim fjöllum sem er að finna í „Sigraðu sjálfan þig“ í fjallapassanum svokallaða. Er fjallgangan hluti að þeim hreyfitilboðum sem eru í boði í tengslum við verkefnið Hreyfing fyrir alla og leikinn Fjallapassann sem Heilsuefling í Ísafjarðarbæ sér um að skipuleggja. Leiðsögumaður verður Harpa Grímsdóttir hjá Snjóflóðasetrinu.

Laugardaginn 6. september er svo áætlað að fara á Sauratinda sem eru fyrir ofan Súðavík og laugardaginn 13. september verður farið á Kaldbak sem er hæsti tindur Vestfjarða. „Þessar gönguleiðir eru fyrir alla þá er eru í þokkalegu líkamlegu ásigkomulagi og eru væntanlegir göngugarpar minntir á að klæðast eftir veðri og að taka með sér nesti“, segir í tilkynningu.

Skráning þátttöku fer fram hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála, í síma 4508060 og er þátttökugjald í gönguferðina 800 kr. sem greiðist við brottför. Rútu ferðir verða frá Ísafirði, Flateyri, Suðureyri, Þingeyri, Súðavík, Bolungarvík – ef næg þátttaka fæst. Lagt verður af stað frá Ísafirði kl. 12 en nánari tímasetning á brottför frá hverjum stað er gefin við þátttökuskráninguna.

Nánari upplýsingar um gönguleiðirnar er að finna í Sigraðu sjálfan þig fjallapassanum og á vefsíðunni www.fjallapassinn.is.

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn