Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Göngum saman um verslunarmannahelgina

Sunnudaginn 3. ágúst verður gengið frá Ólafsfirði yfir í Héðinsfjörð og úr Héðinsfirði yfir á Siglufjörð.

Farið verður frá Siglufirði kl. 07:00 með rútu til Ólafsfjarðar.

Frá Ytri-Á verður lagt af stað í gönguna um 08:00.  Gengið verður um Rauðuskörð yfir í Héðinsfjörð.  Í Héðinsfirði verður búið að kveikja upp í grilli þegar göngugarpar koma niður og þar verður snædd dýrindis máltíð.  Veiddur verður silungur í vatninu og hann settur spriklandi á grillið.  Eftir þessa dásamlegu næringu verður svo göngunni haldið áfram yfir Hestskarð á Siglufjörð. Gangan er um 8-9 klst.

Það er stutt í að Héðinsfjörður verði ekki lengur eyðifjörður. Komdu og njóttu þessarar náttúruperlu áður en Héðinsfjarðargöng verða tekin í notkun.

Kostnaður við rútu og næringu í Héðinsfirði er 5.000 sem greiðist við skráningu. Skráðu þig í síma 898-3310 (Ásdís) eða á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Skráningu líkur 27. júlí. 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn